Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mengar líkt og 10 þúsund bílar Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. júlí 2014 19:17 Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira