Útlendingar borga meira fyrir innanlandsflug Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 13:38 Skjáskot af íslenskuhluta vefsíðunnar. Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira