Útlendingar borga meira fyrir innanlandsflug Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 13:38 Skjáskot af íslenskuhluta vefsíðunnar. Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira