Skylt að afhenda lista yfir símtöl mannsins sem skotinn var í Hraunbæ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. maí 2014 17:16 Lögreglan fullyrðir að hún hafi ítrekað reynt að ná sambandi við manninn símleiðis og freista þess að fá hann til að gefa sig fram en árangurs. VÍSIR/PJETUR Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á að símafyrirtæki mannsins, sem skotinn var til bana af sérsveit lögreglunnar aðfararnótt 2. desember síðastliðinn, væri skylt að afhenda ríkissaksóknara lista yfir öll símtöl í og úr númeri hans umrædda nótt. Einnig hver af viðskiptavinum símafyrirtækisins.hefði verið notandi númersins á þeim tíma. Lögreglan fullyrðir að hún hafi ítrekað reynt að ná sambandi við manninn símleiðis og freista þess að fá hann til að gefa sig fram en árangurs. Hafi því ekki komið til þess að samningahópur Ríkislögreglustjórans hafi getað reynt að tala manninn til.Rannsókn lögreglu á vettvangi.Vísir/VilhelmRannsókn á að leiða í ljós hvort aðförin hafi verið réttlætanleg Ríkissaksóknari hóf rannsókn á því sama dag og maðurinn lést hvort framin hefðu verið refsiverð brot í tengslum við störf lögreglunnar. Rannsóknin beinist að því að leiða í ljós hvort aðför lögreglu að manninum hafi verið réttlætanleg. Hvort fullt tilefni hafi verið til að ráðast til inngöngu að undangenginni beitingu gasvopna gegn manninum og hvort farið hafi verið að lögum. Nauðsynlegt sé að leiða í ljós hvort reynt hafi verið til þrautar að fá manninn til að hlýða fyrirmælum lögreglu og leggja niður vopn áður en ráðist var inn í íbúð mannsins. Ríkissaksóknari hafi ekki upplýsingar frá öðrum en lögreglu um að reynt hafi verið að hringja í þá síma mannsins.Frá rannsókn lögreglu.Vísir/PjeturSkaut á sérsveitarmann Lögreglan var kölluð að blokk í Hraunbæ í Reykjavík umrædda nótt þar sem hávaði barst frá íbúð á annarri hæð og grunur var á að íbúi þar væri vopnaður og hljóðin sem heyrst hefðu væru skothvellir. Tilraunir lögreglunnar til að ná sambandi við manninn báru ekki árangur og kallað var til lásasmiðs sem opnaði. Þegar sérsveitarmenn ætluðu inn í íbúðina skaut maðurinn einu skoti á einn sérsveitarmanninn. Mildi er að hann var útbúinn hlífðarskyldi sem skotið stoppaði á. Í kjölfarið skapaðist umsátursástand á staðnum og lögreglan gerði ráðstafanir til að tryggja öryggi annarra íbúa í sama stigagangi og maðurinn bjó í.Vísir/GVAFjölda gashylkja skotið í íbúðina Það var svo um sex leytið um morguninn að yfirmenn lögreglunnar ákváðu að hefja árás á íbúð mannsins með því að skjóta þangað inn gassprengjum. Þær áttu að gera hann ófæran um að verja sig og eftir atvikum þvinga manninn til að gefast upp. Þegar miklum fjölda gashylkja hafði verið skotið inn í íbúðina og lögreglan taldi að gasið væri farið að hafa áhrif á manninn og eftir atvikum geta haft áhrif á heilsu hans var ráðist til inngöngu í íbúðina. Þá var klukkan 6:40. Þegar inn í íbúðina var komið tók maðurinn hins vegar á móti sérsveitarmönnunum með því að skjóta á þá með haglabyssu þannig að högl lentu í hjálmi eins þeirra. Sá svaraði skotunum með því að skjóta á manninn úr skammbyssu. Tvo skotanna hæfðu hann, annað í nára en hitt í brjóst og leiddu til þess að maðurinn lést af skotsárum sínum skömmu síðar. Tengdar fréttir Rannsókn Ríkissaksóknara á lögregluaðgerð í Hraunbæ er enn í gangi Tæknideild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn sinni á aðgerðum lögreglu í Hraunbæ í desember, þegar menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra skutu vopnaðan mann til bana í íbúð sinni. 22. janúar 2014 09:54 Rannsaka uppruna skotvopnsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvernig Sævarr Rafn Jónasson komst yfir skotvopn. 4. desember 2013 11:36 Lögregla rannsakar íbúð byssumannsins Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. 3. desember 2013 18:00 Harmleikurinn í Hraunbænum 3. desember 2013 06:45 Lásasmiðir í hættu: Öryggi ekki bætt eftir atvik í Hraunbæ Mál í Hraunbæ nú í desember, þegar lásasmiður opnaði dyr að íbúð manns sem skaut að lögreglu, hefur ekki orðið til þess að öryggisreglur hafi verið hertar. Lögreglan hefur endurtekið stefnt lásasmiðum í hættu þegar leitað hefur verið aðstoðar þeirra í erfiðum málum. Þetta segir lásasmiður sem fréttastofa ræddi við í dag. 1. febrúar 2014 17:26 Enn blóðslettur í stigaganginum þar sem skotárásin í desember var Enginn virðist vilja taka ábyrgð á kostnaðinum við lagfæringar á húsnæðinu. Hvorki ríkið né félagsbústaðir sem eigi íbúðina þar sem maðurinn bjó. 25. mars 2014 14:20 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á að símafyrirtæki mannsins, sem skotinn var til bana af sérsveit lögreglunnar aðfararnótt 2. desember síðastliðinn, væri skylt að afhenda ríkissaksóknara lista yfir öll símtöl í og úr númeri hans umrædda nótt. Einnig hver af viðskiptavinum símafyrirtækisins.hefði verið notandi númersins á þeim tíma. Lögreglan fullyrðir að hún hafi ítrekað reynt að ná sambandi við manninn símleiðis og freista þess að fá hann til að gefa sig fram en árangurs. Hafi því ekki komið til þess að samningahópur Ríkislögreglustjórans hafi getað reynt að tala manninn til.Rannsókn lögreglu á vettvangi.Vísir/VilhelmRannsókn á að leiða í ljós hvort aðförin hafi verið réttlætanleg Ríkissaksóknari hóf rannsókn á því sama dag og maðurinn lést hvort framin hefðu verið refsiverð brot í tengslum við störf lögreglunnar. Rannsóknin beinist að því að leiða í ljós hvort aðför lögreglu að manninum hafi verið réttlætanleg. Hvort fullt tilefni hafi verið til að ráðast til inngöngu að undangenginni beitingu gasvopna gegn manninum og hvort farið hafi verið að lögum. Nauðsynlegt sé að leiða í ljós hvort reynt hafi verið til þrautar að fá manninn til að hlýða fyrirmælum lögreglu og leggja niður vopn áður en ráðist var inn í íbúð mannsins. Ríkissaksóknari hafi ekki upplýsingar frá öðrum en lögreglu um að reynt hafi verið að hringja í þá síma mannsins.Frá rannsókn lögreglu.Vísir/PjeturSkaut á sérsveitarmann Lögreglan var kölluð að blokk í Hraunbæ í Reykjavík umrædda nótt þar sem hávaði barst frá íbúð á annarri hæð og grunur var á að íbúi þar væri vopnaður og hljóðin sem heyrst hefðu væru skothvellir. Tilraunir lögreglunnar til að ná sambandi við manninn báru ekki árangur og kallað var til lásasmiðs sem opnaði. Þegar sérsveitarmenn ætluðu inn í íbúðina skaut maðurinn einu skoti á einn sérsveitarmanninn. Mildi er að hann var útbúinn hlífðarskyldi sem skotið stoppaði á. Í kjölfarið skapaðist umsátursástand á staðnum og lögreglan gerði ráðstafanir til að tryggja öryggi annarra íbúa í sama stigagangi og maðurinn bjó í.Vísir/GVAFjölda gashylkja skotið í íbúðina Það var svo um sex leytið um morguninn að yfirmenn lögreglunnar ákváðu að hefja árás á íbúð mannsins með því að skjóta þangað inn gassprengjum. Þær áttu að gera hann ófæran um að verja sig og eftir atvikum þvinga manninn til að gefast upp. Þegar miklum fjölda gashylkja hafði verið skotið inn í íbúðina og lögreglan taldi að gasið væri farið að hafa áhrif á manninn og eftir atvikum geta haft áhrif á heilsu hans var ráðist til inngöngu í íbúðina. Þá var klukkan 6:40. Þegar inn í íbúðina var komið tók maðurinn hins vegar á móti sérsveitarmönnunum með því að skjóta á þá með haglabyssu þannig að högl lentu í hjálmi eins þeirra. Sá svaraði skotunum með því að skjóta á manninn úr skammbyssu. Tvo skotanna hæfðu hann, annað í nára en hitt í brjóst og leiddu til þess að maðurinn lést af skotsárum sínum skömmu síðar.
Tengdar fréttir Rannsókn Ríkissaksóknara á lögregluaðgerð í Hraunbæ er enn í gangi Tæknideild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn sinni á aðgerðum lögreglu í Hraunbæ í desember, þegar menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra skutu vopnaðan mann til bana í íbúð sinni. 22. janúar 2014 09:54 Rannsaka uppruna skotvopnsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvernig Sævarr Rafn Jónasson komst yfir skotvopn. 4. desember 2013 11:36 Lögregla rannsakar íbúð byssumannsins Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. 3. desember 2013 18:00 Harmleikurinn í Hraunbænum 3. desember 2013 06:45 Lásasmiðir í hættu: Öryggi ekki bætt eftir atvik í Hraunbæ Mál í Hraunbæ nú í desember, þegar lásasmiður opnaði dyr að íbúð manns sem skaut að lögreglu, hefur ekki orðið til þess að öryggisreglur hafi verið hertar. Lögreglan hefur endurtekið stefnt lásasmiðum í hættu þegar leitað hefur verið aðstoðar þeirra í erfiðum málum. Þetta segir lásasmiður sem fréttastofa ræddi við í dag. 1. febrúar 2014 17:26 Enn blóðslettur í stigaganginum þar sem skotárásin í desember var Enginn virðist vilja taka ábyrgð á kostnaðinum við lagfæringar á húsnæðinu. Hvorki ríkið né félagsbústaðir sem eigi íbúðina þar sem maðurinn bjó. 25. mars 2014 14:20 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Rannsókn Ríkissaksóknara á lögregluaðgerð í Hraunbæ er enn í gangi Tæknideild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn sinni á aðgerðum lögreglu í Hraunbæ í desember, þegar menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra skutu vopnaðan mann til bana í íbúð sinni. 22. janúar 2014 09:54
Rannsaka uppruna skotvopnsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvernig Sævarr Rafn Jónasson komst yfir skotvopn. 4. desember 2013 11:36
Lögregla rannsakar íbúð byssumannsins Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. 3. desember 2013 18:00
Lásasmiðir í hættu: Öryggi ekki bætt eftir atvik í Hraunbæ Mál í Hraunbæ nú í desember, þegar lásasmiður opnaði dyr að íbúð manns sem skaut að lögreglu, hefur ekki orðið til þess að öryggisreglur hafi verið hertar. Lögreglan hefur endurtekið stefnt lásasmiðum í hættu þegar leitað hefur verið aðstoðar þeirra í erfiðum málum. Þetta segir lásasmiður sem fréttastofa ræddi við í dag. 1. febrúar 2014 17:26
Enn blóðslettur í stigaganginum þar sem skotárásin í desember var Enginn virðist vilja taka ábyrgð á kostnaðinum við lagfæringar á húsnæðinu. Hvorki ríkið né félagsbústaðir sem eigi íbúðina þar sem maðurinn bjó. 25. mars 2014 14:20