Innlent

Stefnir í verkfall sjómanna á Herjólfi

Gissur Sigurðsson skrifar
Verkfallsaðgerðir verða með þeim hætti að sjómennirnir vinna ekki frá klukkan fimm síðdegis til klukkan átta að morgni.
Verkfallsaðgerðir verða með þeim hætti að sjómennirnir vinna ekki frá klukkan fimm síðdegis til klukkan átta að morgni.
Alllt stefnir í að verkfall sjómanna á Herjólfi hefjist klukkan fimm í dag, þar sem mikið ber í milli krafna undirmanna á skipinu við útgerðina. Það mun valda verulegri röskun á samgöngum milli lands og Eyja. 

Undirmennirnir eru í Sjómannafélagi Íslands, sem Samtök ativnnulífisns annast samningsgerðina, fyrir hönd Eimskips, sem gerir Herjólf út.

Verkfallsaðgerðir verða með þeim hætti að sjómennirnir vinna ekki frá klukkan fimm síðdegis til klukkan átta að morgni,alla virka daga og ekkert um helgar.

Við bestu aðstæður þýðir þetta að skipið getur siglt þrjár ferðir á virkum dögum til Landeyjahafnar, en ef hún er ófær þá kemst skipið ekki nema eina ferð til Þorlákshafnar innan þessa tímaramma á virkum dögum, og fer engar ferðir um helgar, eins og áður sagði.

Farþegabáturinn Víkingur mun hinsvegar halda sínu striki, en hann flytur hvorki bíla né gáma. Flugfélagið Ernir flýgur ekki til Eyja á laugardögum, þannig að þá verður Víkingur eina samgönguleiðin, það er að segja að þegar, og ef fært er þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×