Ósátt við skort á upplýsingum Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Skúrarnir fjórir skíðloguðu. Mikill og þykkur reykur barst upp í loftið. Vísir/Vilhelm Eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í gær. Fjórar færanlegar kennslustofur brunnu til kaldra kola, en þær höfðu allar verið yfirgefnar fyrir löngu og seldar fyrir meira en ári síðan. Enginn slasaðist en tjónið af völdum brunans nemur á bilinu 40 til 50 milljónum króna að sögn Kristjáns Sveinbjörnssonar, formanns Svifflugfélags Íslands, en kennslustofurnar voru í eigu félagsins. Talið er að kveikt hafi verið í stofunum og hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, móðir nemanda í fyrsta bekk skólans, gagnrýnir skort á upplýsingum í kjölfar brunans. Henni finnst skólinn ekki hafa staðið sig nógu vel í að láta foreldra vita hvað gekk á. „Mér finnst mjög óþægilegt hvað við fengum lítið að vita,“ segir Ragnheiður en mikil óvissa ríkti meðal foreldra nemenda skólans. „Ég sat bara og fylgdist með hverri fréttinni á fætur annarri á vefmiðlunum án þess að skólinn hefði samband. Ég er óánægð með upplýsingaleysið,“ segir hún. Önnur móðir sem Fréttablaðið hafði samband við sagðist ekki hafa heyrt neitt frá skólayfirvöldum. Þess í stað hafi dóttir hennar hringt og beðið hana um að sækja sig og að mikið óðagot hefði ríkt meðal barnanna. Skólastjóri Rimaskóla, Helgi Árnason, sendi nokkru síðar tölvupóst til foreldra barnanna þar sem hann greindi frá því að öllum nemendum hefði verið safnað saman í íþróttahúsið og væru ómeiddir. Þá gætu foreldrarnir sótt börnin í samráði við kennara, en annars héldi kennsla óbreytt áfram. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra voru ekki brunavarnir í þessu tiltekna húsnæði. Ástæðan sé sú að skúrarnir hafi verið í niðurníðslu heillengi. Byrgt hafi verið fyrir gluggana og skúrarnir yfirgefnir í þrjú ár. Þeir voru í eigu Svifflugfélags Íslands. Félagið hafði reynt í heilt ár að flytja skúrana til síns athafnasvæðis. Skrifræðisleg vandkvæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir hvað flutning varðar. „Við keyptum skúrana í júní og gerðum þá strax ráðstafanir til að flytja þá á okkar athafnasvæði. Til þess þarf lögreglufylgd þar sem skúrarnir eru of breiðir fyrir hefðbundinn flutning,“ segir Hólmgeir Guðmundsson, gjaldkeri félagsins „Lögreglan vildi ekki veita slíka fylgd fyrr en hún hefði fengið leyfi hjá Vegagerðinni og Samgöngustofu. Samgöngustofa krafðist þess að fá stöðuleyfi frá Kópavogsbæ. Vegna ókunnra ástæðna vildi bærinn ekki gefa þetta stöðuleyfi.“ Tengdar fréttir Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31 Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24 Tjónið gæti verið 40 til 50 milljónir Kennslustofurnar sem brunnu við Rimaskóla í dag voru í eigu Svifflugfélags Íslands. 28. apríl 2014 16:52 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í gær. Fjórar færanlegar kennslustofur brunnu til kaldra kola, en þær höfðu allar verið yfirgefnar fyrir löngu og seldar fyrir meira en ári síðan. Enginn slasaðist en tjónið af völdum brunans nemur á bilinu 40 til 50 milljónum króna að sögn Kristjáns Sveinbjörnssonar, formanns Svifflugfélags Íslands, en kennslustofurnar voru í eigu félagsins. Talið er að kveikt hafi verið í stofunum og hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, móðir nemanda í fyrsta bekk skólans, gagnrýnir skort á upplýsingum í kjölfar brunans. Henni finnst skólinn ekki hafa staðið sig nógu vel í að láta foreldra vita hvað gekk á. „Mér finnst mjög óþægilegt hvað við fengum lítið að vita,“ segir Ragnheiður en mikil óvissa ríkti meðal foreldra nemenda skólans. „Ég sat bara og fylgdist með hverri fréttinni á fætur annarri á vefmiðlunum án þess að skólinn hefði samband. Ég er óánægð með upplýsingaleysið,“ segir hún. Önnur móðir sem Fréttablaðið hafði samband við sagðist ekki hafa heyrt neitt frá skólayfirvöldum. Þess í stað hafi dóttir hennar hringt og beðið hana um að sækja sig og að mikið óðagot hefði ríkt meðal barnanna. Skólastjóri Rimaskóla, Helgi Árnason, sendi nokkru síðar tölvupóst til foreldra barnanna þar sem hann greindi frá því að öllum nemendum hefði verið safnað saman í íþróttahúsið og væru ómeiddir. Þá gætu foreldrarnir sótt börnin í samráði við kennara, en annars héldi kennsla óbreytt áfram. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra voru ekki brunavarnir í þessu tiltekna húsnæði. Ástæðan sé sú að skúrarnir hafi verið í niðurníðslu heillengi. Byrgt hafi verið fyrir gluggana og skúrarnir yfirgefnir í þrjú ár. Þeir voru í eigu Svifflugfélags Íslands. Félagið hafði reynt í heilt ár að flytja skúrana til síns athafnasvæðis. Skrifræðisleg vandkvæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir hvað flutning varðar. „Við keyptum skúrana í júní og gerðum þá strax ráðstafanir til að flytja þá á okkar athafnasvæði. Til þess þarf lögreglufylgd þar sem skúrarnir eru of breiðir fyrir hefðbundinn flutning,“ segir Hólmgeir Guðmundsson, gjaldkeri félagsins „Lögreglan vildi ekki veita slíka fylgd fyrr en hún hefði fengið leyfi hjá Vegagerðinni og Samgöngustofu. Samgöngustofa krafðist þess að fá stöðuleyfi frá Kópavogsbæ. Vegna ókunnra ástæðna vildi bærinn ekki gefa þetta stöðuleyfi.“
Tengdar fréttir Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31 Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24 Tjónið gæti verið 40 til 50 milljónir Kennslustofurnar sem brunnu við Rimaskóla í dag voru í eigu Svifflugfélags Íslands. 28. apríl 2014 16:52 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31
Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24
Tjónið gæti verið 40 til 50 milljónir Kennslustofurnar sem brunnu við Rimaskóla í dag voru í eigu Svifflugfélags Íslands. 28. apríl 2014 16:52