Erlent

Aftaka klúðraðist í Oklahoma

Clayton Lockett, til vinstri á myndinni, fékk hjartaáfall og lést eftir að lyfjakokteillinn sem átti að drepa hann hafði ekki virkað sem skyldi. Aftöku á hinum fanganum, Charles Warner, var frestað í kjölfarið.
Clayton Lockett, til vinstri á myndinni, fékk hjartaáfall og lést eftir að lyfjakokteillinn sem átti að drepa hann hafði ekki virkað sem skyldi. Aftöku á hinum fanganum, Charles Warner, var frestað í kjölfarið. vísir/afp
Fangi á dauðadeild í Oklahóma dó í gærkvöldi úr hjartaáfalli í gærkvöldi eftir að aftökunni yfir honum hafði verið hætt í miðjum klíðum þar sem eitrið sem sprautað var í æðar hans virkaði ekki sem skyldi.

Í frétt BBC um málið segir að æðar mannsins hafi einfaldlega rofnað þegar eitriinu var sprautað í hann. Eftir að hann hafði engst um í 20 mínútur í aftökuherberginu var ákveðið að hætta við og leggja manninn inn á sjúkrahús. Þar lést hann skömmu síðar.

Aftöku annars fanga, sem átti að fara fram tveimur tímum síðar, var frestað um að minnsta kosti fjórtán daga. Verið er að rannsaka hvað fór úrskeiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×