„Leoncie heillaði alla upp úr skónum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2014 14:49 Frosti Logason og Leoncie. Vísir/Stefán „Þetta bjargaði alveg vikunni minni,“ segir útvarpsmaðurinn Frosti Logason sem var einn fjölmargra sem skellti sér á tónleika indversku prinsessunnar Leoncie á skemmtistaðnum Hendrix í gærkvöldi. Prinsessan frumflutti nýtt lag á tónleikunum auk þess sem nýtt myndband var frumsýnt. Auk þess fengu allir helstu slagarar hennar í gegnum árin að heyrast nærstöddum til mikillar ánægju. „Hún tók Ást á pöbbnum tvisvar við mikinn fögnuð viðstaddra,“ segir Frosti og greinilegt er að þar fer mikill aðdáandi Leoncie. Hann segir að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar hún söng lagið Going Places. „Hún er svo glæsileg og heillaði alla upp úr skónum með þokka sínum og unaðslegum söng.“ Nóg er um að vera hjá Frosta og félögum á X-inu í dag en klukkan 17 fara fram styrktartónleikarnir „Rokk fyrir Frosta“. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar gefa vinnu sína til styrktar hinum sjö ára Frosta Jay Freeman sem greindist með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm, Ataxia telangiectastia (AT) vorið 2013. Bubbi Morthems, Helgi Björns, Lay Low, Daníel Ágúst og Lay Low eru meðal þeirra sem koma fram en tónleikarnir hefjast klukkan 17 í Háskólabíó. Nánar um þá hér. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem Frosti tók á tónleikunum í gær auk helsta slagara Leoncie, Ást á pöbbnum, og nýja lagsins, Going Places. Smella þarf á neðri myndböndin tvö og horfa á þau á YouTube. Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Þetta bjargaði alveg vikunni minni,“ segir útvarpsmaðurinn Frosti Logason sem var einn fjölmargra sem skellti sér á tónleika indversku prinsessunnar Leoncie á skemmtistaðnum Hendrix í gærkvöldi. Prinsessan frumflutti nýtt lag á tónleikunum auk þess sem nýtt myndband var frumsýnt. Auk þess fengu allir helstu slagarar hennar í gegnum árin að heyrast nærstöddum til mikillar ánægju. „Hún tók Ást á pöbbnum tvisvar við mikinn fögnuð viðstaddra,“ segir Frosti og greinilegt er að þar fer mikill aðdáandi Leoncie. Hann segir að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar hún söng lagið Going Places. „Hún er svo glæsileg og heillaði alla upp úr skónum með þokka sínum og unaðslegum söng.“ Nóg er um að vera hjá Frosta og félögum á X-inu í dag en klukkan 17 fara fram styrktartónleikarnir „Rokk fyrir Frosta“. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar gefa vinnu sína til styrktar hinum sjö ára Frosta Jay Freeman sem greindist með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm, Ataxia telangiectastia (AT) vorið 2013. Bubbi Morthems, Helgi Björns, Lay Low, Daníel Ágúst og Lay Low eru meðal þeirra sem koma fram en tónleikarnir hefjast klukkan 17 í Háskólabíó. Nánar um þá hér. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem Frosti tók á tónleikunum í gær auk helsta slagara Leoncie, Ást á pöbbnum, og nýja lagsins, Going Places. Smella þarf á neðri myndböndin tvö og horfa á þau á YouTube.
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira