260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 09:00 „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð,“ segir Kristín Edwald. vísir/stefán Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“ Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira