260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 09:00 „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð,“ segir Kristín Edwald. vísir/stefán Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“ Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“
Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?