260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 09:00 „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð,“ segir Kristín Edwald. vísir/stefán Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira