Stóla nú á Öryggisráðið Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. desember 2014 08:45 Mufeed Shami Sendiherra Palestínu var í stuttri heimsókn hér á landi um helgina. Fréttablaðið/Ernir „Ég kom hingað til þess að þakka íslenskum stjórnvöldum og íslensku þjóðinni fyrir stuðning þeirra við Palestínu,“ segir Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi. Hann hefur aðsetur í Noregi, en kom hingað til lands fyrir helgi til þess að taka þátt í ráðstefnu á vegum félagsins Ísland Palestína, sem haldin var á laugardaginn í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Á laugardaginn voru jafnframt liðin þrjú ár frá því Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. „Þessi viðurkenning og stuðningur Íslands varð í raun fordæmi sem önnur lönd hafa fylgt. Með viðurkenningu æ fleiri ríkja á sjálfstæði Palestínuríkis gerist það, að þegar viðræður við Ísraela hefjast að nýju þá stöndum við jafnfætis þeim. Þetta verða viðræður milli tveggja ríkja.“Leitað til Sameinuðu þjóðanna Undanfarin misseri hefur stjórn Palestínu farið nýjar leiðir í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Í staðinn fyrir að stóla á viðræður við Ísraela, sem dregist hafa út í hið óendanlega og stranda jafnharðan þegar reynt er að koma þeim af stað, þá hafa Palestínumenn leitað til Sameinuðu þjóðanna og hyggjast halda því áfram. „Við höfum áttað okkur á því að Sameinuðu þjóðirnar og hinn alþjóðlegi vettvangur er okkar leið til þess að ná fram markmiðum okkar. Nú orðið líður ekki svo mánuður að ekki séu samþykktar ályktanir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Palestínu. Til dæmis voru bara nú í nóvember samþykktar sex ályktanir sem varða mismunandi svið daglegs lífs í Palestínu. Ein þeirra er til dæmis um konur í Palestínu, önnur um heilbrigðismál.“Öryggisráðið Nú er það Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem Palestínustjórn horfir til. Reynt er að fá ráðið til þess að samþykkja ályktun, þar sem þess yrði krafist að Ísraelar bindi enda á hernám Palestínu. „Sum aðildarríki ráðsins styðja okkur, en önnur eru annað hvort að biðja okkur um að hætta við þetta eða fresta því. En við erum mjög ákveðnir í þessu og vonumst til þess að þetta gangi í gegn.“ Hann segir Palestínumenn vera mjög sveigjanlega hvað varðar orðlaga ályktunarinnar, svo fremi sem meginatriðið sé skýrt: Hernáminu ljúki. „Hernámið hefur staðið frá árinu 1967 og við erum að missa landsvæði daglega. Við getum ekki búið við það ástand lengur. Við óttumst að á endanum verði ekkert land eftir handa okkur. Þannig að við verðum að fá alþjóðasamfélagið í lið með okkar.“Ekkert ofbeldi Shami leggur áherslu á að Palestínustjórn styður ekki ofbeldi og hvetur ekki til ofbeldis heldur vill fara friðsamlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum. „Þar sem við erum með völdin, þar eru örugg svæði,“ segir Shamir og fullyrðir að Ramallah á Vesturbakkanum sé að sínu mati ein öruggasta borg í heimi. „Svo fremi sem Ísraelar séu ekki að skipta sér af hlutunum þar. Þar sem við ráðum engu, aftur á móti, eins og til dæmis í Jerúsalem, þar er ofbeldi. Við viljum ekki ofbeldi, en Ísraelar ögra okkur daglega og auðmýkja, og margir ungir menn bregðast við því. Það gerir allt erfiðara fyrir okkur. Það er engu líkara en Ísraelar vilji hreinlega hafa þetta ofbeldi til þess að sanna þá kenningu sína að Palestínumenn séu ofbeldismenn. Við viljum að minnsta kosti ekki fara þá leið.“Hernámið „Ísraelar gleyma því að hernámið er ofbeldi. Ef ekki væri fyrir hernámið, þá væri ekkert ofbeldi, ekki einu sinni í löndunum í kring því margir öfgamenn í nágrannalöndunum nota hernámið sem afsökun fyrir verkum sínum. Það er hreint skammarlegt að enn á 21. öldinni sé til staðar hernám þar sem ein þjóð stjórnar annarri. Alþjóðasamfélagið hefur þarna skyldum að gegna gagnvart okkur,“ segir Shami. „Þess vegna leitum við til Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna núna, og því ætlum við að halda til streitu - nema þá Ísrael hætti landtökunni og viðurkenni landamæri okkar, sem eru landamærin frá því í júní 1967. Fari Ísraelar að þessum tveimur meginskilyrðum okkar, þá gætum við náttúrlega átt beinar og árangursríkar viðræður við þá og þyrftum ekki að leita til alþjóðastofnana,“ segir Shami, en virðist ekki gera sér miklar vonir um að Ísraelum detti í hug að fara þessa leið.Ábyrgðin „En hvað ætla Ísraelar að gera ef þeir gefa tveggja ríkja lausnina upp á bátinn?“ spyr hann. „Ætla þeir þá að taka raunverulega ábyrgð á hernáminu? Eru Ísraelar reiðubúnir til þess að fara að hefja samningaviðræður við ellefu milljónir manna. Núna hafa þeir þó Palestínustjórn til að ræða við, fulltrúa Palestínumanna.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
„Ég kom hingað til þess að þakka íslenskum stjórnvöldum og íslensku þjóðinni fyrir stuðning þeirra við Palestínu,“ segir Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi. Hann hefur aðsetur í Noregi, en kom hingað til lands fyrir helgi til þess að taka þátt í ráðstefnu á vegum félagsins Ísland Palestína, sem haldin var á laugardaginn í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Á laugardaginn voru jafnframt liðin þrjú ár frá því Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. „Þessi viðurkenning og stuðningur Íslands varð í raun fordæmi sem önnur lönd hafa fylgt. Með viðurkenningu æ fleiri ríkja á sjálfstæði Palestínuríkis gerist það, að þegar viðræður við Ísraela hefjast að nýju þá stöndum við jafnfætis þeim. Þetta verða viðræður milli tveggja ríkja.“Leitað til Sameinuðu þjóðanna Undanfarin misseri hefur stjórn Palestínu farið nýjar leiðir í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Í staðinn fyrir að stóla á viðræður við Ísraela, sem dregist hafa út í hið óendanlega og stranda jafnharðan þegar reynt er að koma þeim af stað, þá hafa Palestínumenn leitað til Sameinuðu þjóðanna og hyggjast halda því áfram. „Við höfum áttað okkur á því að Sameinuðu þjóðirnar og hinn alþjóðlegi vettvangur er okkar leið til þess að ná fram markmiðum okkar. Nú orðið líður ekki svo mánuður að ekki séu samþykktar ályktanir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Palestínu. Til dæmis voru bara nú í nóvember samþykktar sex ályktanir sem varða mismunandi svið daglegs lífs í Palestínu. Ein þeirra er til dæmis um konur í Palestínu, önnur um heilbrigðismál.“Öryggisráðið Nú er það Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem Palestínustjórn horfir til. Reynt er að fá ráðið til þess að samþykkja ályktun, þar sem þess yrði krafist að Ísraelar bindi enda á hernám Palestínu. „Sum aðildarríki ráðsins styðja okkur, en önnur eru annað hvort að biðja okkur um að hætta við þetta eða fresta því. En við erum mjög ákveðnir í þessu og vonumst til þess að þetta gangi í gegn.“ Hann segir Palestínumenn vera mjög sveigjanlega hvað varðar orðlaga ályktunarinnar, svo fremi sem meginatriðið sé skýrt: Hernáminu ljúki. „Hernámið hefur staðið frá árinu 1967 og við erum að missa landsvæði daglega. Við getum ekki búið við það ástand lengur. Við óttumst að á endanum verði ekkert land eftir handa okkur. Þannig að við verðum að fá alþjóðasamfélagið í lið með okkar.“Ekkert ofbeldi Shami leggur áherslu á að Palestínustjórn styður ekki ofbeldi og hvetur ekki til ofbeldis heldur vill fara friðsamlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum. „Þar sem við erum með völdin, þar eru örugg svæði,“ segir Shamir og fullyrðir að Ramallah á Vesturbakkanum sé að sínu mati ein öruggasta borg í heimi. „Svo fremi sem Ísraelar séu ekki að skipta sér af hlutunum þar. Þar sem við ráðum engu, aftur á móti, eins og til dæmis í Jerúsalem, þar er ofbeldi. Við viljum ekki ofbeldi, en Ísraelar ögra okkur daglega og auðmýkja, og margir ungir menn bregðast við því. Það gerir allt erfiðara fyrir okkur. Það er engu líkara en Ísraelar vilji hreinlega hafa þetta ofbeldi til þess að sanna þá kenningu sína að Palestínumenn séu ofbeldismenn. Við viljum að minnsta kosti ekki fara þá leið.“Hernámið „Ísraelar gleyma því að hernámið er ofbeldi. Ef ekki væri fyrir hernámið, þá væri ekkert ofbeldi, ekki einu sinni í löndunum í kring því margir öfgamenn í nágrannalöndunum nota hernámið sem afsökun fyrir verkum sínum. Það er hreint skammarlegt að enn á 21. öldinni sé til staðar hernám þar sem ein þjóð stjórnar annarri. Alþjóðasamfélagið hefur þarna skyldum að gegna gagnvart okkur,“ segir Shami. „Þess vegna leitum við til Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna núna, og því ætlum við að halda til streitu - nema þá Ísrael hætti landtökunni og viðurkenni landamæri okkar, sem eru landamærin frá því í júní 1967. Fari Ísraelar að þessum tveimur meginskilyrðum okkar, þá gætum við náttúrlega átt beinar og árangursríkar viðræður við þá og þyrftum ekki að leita til alþjóðastofnana,“ segir Shami, en virðist ekki gera sér miklar vonir um að Ísraelum detti í hug að fara þessa leið.Ábyrgðin „En hvað ætla Ísraelar að gera ef þeir gefa tveggja ríkja lausnina upp á bátinn?“ spyr hann. „Ætla þeir þá að taka raunverulega ábyrgð á hernáminu? Eru Ísraelar reiðubúnir til þess að fara að hefja samningaviðræður við ellefu milljónir manna. Núna hafa þeir þó Palestínustjórn til að ræða við, fulltrúa Palestínumanna.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira