Bjarni Friðriksson: MMA er ekki í anda júdósins Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 08:00 Bjarni Friðriksson og Gunnar Nelson. Alþjóða júdósambandið, IJF, sendi öllum aðildarsamböndum sínum, þar á meðal Júdósambandi Íslands, tölvupóst á mánudaginn þar sem ítrekuð er ákvörðun sambandsins um að enginn júdókappi á heimslista megi keppa í öðrum glímugreinum. Póstinn sendir Jean-Luc Rouge, framkvæmdastjóri IJF. Þetta er mun verra fyrir t.d. bandaríska júdókappa en íslenska því Þormóður Jónsson, Ólympíufari, er sá eini á Íslandi sem er á heimslista. Hann mætti þó ekki taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) sem fram fer í Ármanns-húsinu á sunnudaginn hefði hann áhuga á því. Ákvörðun sambandsins þýðir tekjuskerðingu fyrir fræga júdókappa á borð við Bandaríkjamanninn Travis Stevens, Ólympíufara, og Brasilíumanninn Leonardo Leite, sigurvegara á Ameríkuleikunum. Þeir keppa reglulega á stórum BJJ-mótum en mega það ekki lengur.Hjálpar þeim í gólfglímu Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis, hafði ekki heyrt fréttirnar þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Þetta er mjög leiðinlegt að heyra. Það eru mikið af júdóköppum sem æfa með okkur og þá mest í BJJ. Það hjálpar þeim mikið í gólfglímunni. Yfirleitt gengur BJJ-mönnum mjög vel þegar þeir keppa á móti júdómönnum,“ segir Jón Viðar. Mikið af brögðum hefur verið fjarlægt úr júdóinu undanfarin ár, sérstaklega brögð sem tengjast því að grípa í fætur andstæðingsins. Vilja menn vestanhafs meina að þetta hafi júdósambandið einfaldlega gert til að BJJ-menn nái ekki jafngóðum árangri og raun ber vitni þegar þeir taka þátt í júdómótum. Jóni Viðari finnst þetta íþróttinni ekki til framdráttar. „Því fleiri reglur sem eru í bardagaíþrótt því vanhæfari verður hún. Þegar búið er að taka út svona mikið af lásum og bæta við öllum þessum reglum geta menn aldrei nýtt hæfileika sína að fullu.“ Þótt það virðist anda köldu milli BJJ-heimsins og júdósambandsins í Bandaríkjunum í það minnsta er sagan allt önnur hér heima. „Það er rosa gott samband milli okkar í Mjölni og Ármanns annars vegar og Júdófélags Reykjavíkur hins vegar. Við höfum alltaf verið mjög glaðir að fá þá á æfingar,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.Þormóður Árni Jónsson.Vísir/ValliHættulaus brögð tekin út Bjarni Friðriksson, Ólympíuhetja í júdó og formaður JR, er sammála Jóni Viðari um að óþarfi hafi verið að taka öll þessi brögð út á síðustu árum. „Það er búið að breyta þessu of mikið og taka út ýmislegt sem er algjörlega hættulaust. Það er í raun verið að rétta úr mönnum því inn í þetta voru komin brögð úr alls konar greinum eins og Sambó. Það er bannað að grípa í lappir og bara glíma fyrir neðan belti,“ segir Bjarni sem fannst hægt að gera öðruvísi breytingar á sportinu. „Það hefði frekar mátt refsa mönnum fyrir að hanga í vörn og vera of passífir, ekki taka út svona mikið af flottum brögðum,“ segir Bjarni Friðriksson.Ekki í anda júdósins Aðspurður um ákvörðun IJF um að meina júdóköppum á heimslista að keppa í öðrum bardagagreinum segir Bjarni: „Án þess að ég viti það þá held ég að þetta snúist um MMA (blandaðar bardagalistir). Það er ekki í anda júdósins. Í júdó eiga menn að geta komið á æfingu daginn eftir ómeiddir en ekki með brotið nef.“ Það verður seint sagt að Bjarni sé hrifinn af MMA, íþróttinni sem Gunnar Nelson hefur náð svo góðum árangri í á heimsvísu undanfarin ár. „Þetta er bara steypa. Ég veit ekki hvort þetta sé viðhorf IJF en viðhorf mitt er að þetta er ekki heilbrigt. Menn eru kýlandi með hanska bara til að verja hendurnar á sér. Kannski er IJF í einhverri Ólympíuhugsun, en á Ólympíuleikunum er engin grein sem gengur út á það að ganga frá mönnum.“ MMA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Alþjóða júdósambandið, IJF, sendi öllum aðildarsamböndum sínum, þar á meðal Júdósambandi Íslands, tölvupóst á mánudaginn þar sem ítrekuð er ákvörðun sambandsins um að enginn júdókappi á heimslista megi keppa í öðrum glímugreinum. Póstinn sendir Jean-Luc Rouge, framkvæmdastjóri IJF. Þetta er mun verra fyrir t.d. bandaríska júdókappa en íslenska því Þormóður Jónsson, Ólympíufari, er sá eini á Íslandi sem er á heimslista. Hann mætti þó ekki taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) sem fram fer í Ármanns-húsinu á sunnudaginn hefði hann áhuga á því. Ákvörðun sambandsins þýðir tekjuskerðingu fyrir fræga júdókappa á borð við Bandaríkjamanninn Travis Stevens, Ólympíufara, og Brasilíumanninn Leonardo Leite, sigurvegara á Ameríkuleikunum. Þeir keppa reglulega á stórum BJJ-mótum en mega það ekki lengur.Hjálpar þeim í gólfglímu Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttafélagsins Mjölnis, hafði ekki heyrt fréttirnar þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Þetta er mjög leiðinlegt að heyra. Það eru mikið af júdóköppum sem æfa með okkur og þá mest í BJJ. Það hjálpar þeim mikið í gólfglímunni. Yfirleitt gengur BJJ-mönnum mjög vel þegar þeir keppa á móti júdómönnum,“ segir Jón Viðar. Mikið af brögðum hefur verið fjarlægt úr júdóinu undanfarin ár, sérstaklega brögð sem tengjast því að grípa í fætur andstæðingsins. Vilja menn vestanhafs meina að þetta hafi júdósambandið einfaldlega gert til að BJJ-menn nái ekki jafngóðum árangri og raun ber vitni þegar þeir taka þátt í júdómótum. Jóni Viðari finnst þetta íþróttinni ekki til framdráttar. „Því fleiri reglur sem eru í bardagaíþrótt því vanhæfari verður hún. Þegar búið er að taka út svona mikið af lásum og bæta við öllum þessum reglum geta menn aldrei nýtt hæfileika sína að fullu.“ Þótt það virðist anda köldu milli BJJ-heimsins og júdósambandsins í Bandaríkjunum í það minnsta er sagan allt önnur hér heima. „Það er rosa gott samband milli okkar í Mjölni og Ármanns annars vegar og Júdófélags Reykjavíkur hins vegar. Við höfum alltaf verið mjög glaðir að fá þá á æfingar,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.Þormóður Árni Jónsson.Vísir/ValliHættulaus brögð tekin út Bjarni Friðriksson, Ólympíuhetja í júdó og formaður JR, er sammála Jóni Viðari um að óþarfi hafi verið að taka öll þessi brögð út á síðustu árum. „Það er búið að breyta þessu of mikið og taka út ýmislegt sem er algjörlega hættulaust. Það er í raun verið að rétta úr mönnum því inn í þetta voru komin brögð úr alls konar greinum eins og Sambó. Það er bannað að grípa í lappir og bara glíma fyrir neðan belti,“ segir Bjarni sem fannst hægt að gera öðruvísi breytingar á sportinu. „Það hefði frekar mátt refsa mönnum fyrir að hanga í vörn og vera of passífir, ekki taka út svona mikið af flottum brögðum,“ segir Bjarni Friðriksson.Ekki í anda júdósins Aðspurður um ákvörðun IJF um að meina júdóköppum á heimslista að keppa í öðrum bardagagreinum segir Bjarni: „Án þess að ég viti það þá held ég að þetta snúist um MMA (blandaðar bardagalistir). Það er ekki í anda júdósins. Í júdó eiga menn að geta komið á æfingu daginn eftir ómeiddir en ekki með brotið nef.“ Það verður seint sagt að Bjarni sé hrifinn af MMA, íþróttinni sem Gunnar Nelson hefur náð svo góðum árangri í á heimsvísu undanfarin ár. „Þetta er bara steypa. Ég veit ekki hvort þetta sé viðhorf IJF en viðhorf mitt er að þetta er ekki heilbrigt. Menn eru kýlandi með hanska bara til að verja hendurnar á sér. Kannski er IJF í einhverri Ólympíuhugsun, en á Ólympíuleikunum er engin grein sem gengur út á það að ganga frá mönnum.“
MMA Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö kjaftshögg rétt fyrir hálfleik Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira