"Líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2014 17:00 vísir/getty Spéfuglinn Joan Rivers lést í gær, 81 árs að aldri. Joan fór aldrei í grafgötur með að hún elskaði að láta lappa uppá sig með hinum ýmsu lýtaaðgerðum. „Ég er búin að fara í svo margar lýtaaðgerðir að líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey,“ grínaðist hún eitt sinn með. Joan fór í fyrstu aðgerðina þegar hún var 31 árs en þá lét hún lyfta augnlokum sínum. Síðan þá og þangað til hún lést fór hún að minnsta kosti í tvær andlitslyftingar, eina nefaðgerð og fékk svo margar Botox-sprautur að læknirinn neitaði að gefa henni meira. „Hann segir að ég þurfi ekki meira og sendir mig heim,“ sagði hún árið 2007. Hún lét það sem vind um eyru þjóta og fór í sprautu á fimm til sex mánaða fresti. „Mig langar að líta vel út. Enginn vill vera ljótur,“ sagði Jaon. Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper spurði hana eitt sinn hvort það væri satt að hún hefði farið í 734 aðgerðir. Joan var yfir sig hneyksluð og sagði: Nei. 739!“ Á sínum langa ferli grínaðist hún oft með þessar fegrunaraðgerðir. Hér eru nokkrar eftirminnilegar setningar:„Ég vildi að ég ætti tvíbura svo ég gæti séð hvernig ég liti út án lýtaaðgerða.“„Eiginmaður minn drap sig. Það var mér að kenna. Við vorum að njóta ásta og ég tók pokann af hausnum mínum.“„Mottóið mitt er: Það er betra að sjá nýtt andlit stíga út úr gömlum bíl en gamalt andlit að stíga út úr nýjum bíl.“ Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Spéfuglinn Joan Rivers lést í gær, 81 árs að aldri. Joan fór aldrei í grafgötur með að hún elskaði að láta lappa uppá sig með hinum ýmsu lýtaaðgerðum. „Ég er búin að fara í svo margar lýtaaðgerðir að líkami minn verður gefinn Tupperware þegar ég dey,“ grínaðist hún eitt sinn með. Joan fór í fyrstu aðgerðina þegar hún var 31 árs en þá lét hún lyfta augnlokum sínum. Síðan þá og þangað til hún lést fór hún að minnsta kosti í tvær andlitslyftingar, eina nefaðgerð og fékk svo margar Botox-sprautur að læknirinn neitaði að gefa henni meira. „Hann segir að ég þurfi ekki meira og sendir mig heim,“ sagði hún árið 2007. Hún lét það sem vind um eyru þjóta og fór í sprautu á fimm til sex mánaða fresti. „Mig langar að líta vel út. Enginn vill vera ljótur,“ sagði Jaon. Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper spurði hana eitt sinn hvort það væri satt að hún hefði farið í 734 aðgerðir. Joan var yfir sig hneyksluð og sagði: Nei. 739!“ Á sínum langa ferli grínaðist hún oft með þessar fegrunaraðgerðir. Hér eru nokkrar eftirminnilegar setningar:„Ég vildi að ég ætti tvíbura svo ég gæti séð hvernig ég liti út án lýtaaðgerða.“„Eiginmaður minn drap sig. Það var mér að kenna. Við vorum að njóta ásta og ég tók pokann af hausnum mínum.“„Mottóið mitt er: Það er betra að sjá nýtt andlit stíga út úr gömlum bíl en gamalt andlit að stíga út úr nýjum bíl.“
Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Joan Rivers látin Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga. 4. september 2014 19:24