Erfið íþrótt sem snýst ekki bara um súluna Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 2. september 2014 09:45 Sól Stefánsdóttir hefur æft súlufimi í sjö mánuði. Vísir/Anton Brink „Ég var í fimleikum í tíu ár en hætti fyrir rúmu ári. Frænka mín var í þessu sporti og þannig fékk á ég áhugann,“ segir hin sautján ára Sól Stefánsdóttir, sem er yngsti þátttakandi í Pole Sport Championship, eða meistaramótinu í súlufimi sem fer fram í Prag, höfuðborg Tékklands, í lok september. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta annað mótið sem Sól keppir á, en hún sigraði í unglingaflokki hér heima fyrr í vor. ?Fimleikarnir eru rosalega góður grunnur fyrir þessa íþrótt, það halda margir að þetta sé bara einfalt að dansa í kringum súluna, en þetta er bara rosalega erfitt. Maður verður að vera mjög sterkur líkamlega og þetta krefst mikillar tækni.? Aðspurð segist Sól ekki finna fyrir fordómum vegna þess að hún æfir súlufimi enda sé áhersla lögð á að þetta sé alvöru íþrótt. ?Foreldrum mínum leist aldrei beint illa á þetta, en núna þegar þau vita hvernig þessi íþrótt er þá styðja þau mig bara heilshugar,? segir Sól, sem stundar nám í Menntaskólanum við Sund á félags- og hagfræðibraut samhliða æfingunum. Súlufimi er íþrótt sem hefur vaxið mikið hér á landi síðustu ár. Íþróttin hefur notið síaukinna vinsælda en til marks um það má nefna að Íslendingar koma til með að eiga sjö fulltrúa á þremur stórmótum erlendis sem haldin verða í september og október. Keppnin í Prag er talin sú erfiðasta og hún snýst um að gera eins flókin brögð og mögulegt er. Sem fyrr segir er Sól sú yngsta sem keppir en hin 28 ára Eva Dögg er elsti keppandinn. Sól hefur náð miklum árangri á stuttum tíma í íþróttinni en hún hóf að æfa íþróttina í febrúar á þessu ári. Fyrir keppni sem þessa æfir hún fimm daga vikunnar, yfirleitt tvo klukkutíma í senn. Hún tekur sér þó frí um helgar. Keppnisatriðið er heil rútína sem hún semur sjálf. Atriðið hennar er þrjár mínútur og fjörutíu sekúndur, en atriðin mega ekki vera lengri en fjórar mínútur í heildina. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Ég var í fimleikum í tíu ár en hætti fyrir rúmu ári. Frænka mín var í þessu sporti og þannig fékk á ég áhugann,“ segir hin sautján ára Sól Stefánsdóttir, sem er yngsti þátttakandi í Pole Sport Championship, eða meistaramótinu í súlufimi sem fer fram í Prag, höfuðborg Tékklands, í lok september. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta annað mótið sem Sól keppir á, en hún sigraði í unglingaflokki hér heima fyrr í vor. ?Fimleikarnir eru rosalega góður grunnur fyrir þessa íþrótt, það halda margir að þetta sé bara einfalt að dansa í kringum súluna, en þetta er bara rosalega erfitt. Maður verður að vera mjög sterkur líkamlega og þetta krefst mikillar tækni.? Aðspurð segist Sól ekki finna fyrir fordómum vegna þess að hún æfir súlufimi enda sé áhersla lögð á að þetta sé alvöru íþrótt. ?Foreldrum mínum leist aldrei beint illa á þetta, en núna þegar þau vita hvernig þessi íþrótt er þá styðja þau mig bara heilshugar,? segir Sól, sem stundar nám í Menntaskólanum við Sund á félags- og hagfræðibraut samhliða æfingunum. Súlufimi er íþrótt sem hefur vaxið mikið hér á landi síðustu ár. Íþróttin hefur notið síaukinna vinsælda en til marks um það má nefna að Íslendingar koma til með að eiga sjö fulltrúa á þremur stórmótum erlendis sem haldin verða í september og október. Keppnin í Prag er talin sú erfiðasta og hún snýst um að gera eins flókin brögð og mögulegt er. Sem fyrr segir er Sól sú yngsta sem keppir en hin 28 ára Eva Dögg er elsti keppandinn. Sól hefur náð miklum árangri á stuttum tíma í íþróttinni en hún hóf að æfa íþróttina í febrúar á þessu ári. Fyrir keppni sem þessa æfir hún fimm daga vikunnar, yfirleitt tvo klukkutíma í senn. Hún tekur sér þó frí um helgar. Keppnisatriðið er heil rútína sem hún semur sjálf. Atriðið hennar er þrjár mínútur og fjörutíu sekúndur, en atriðin mega ekki vera lengri en fjórar mínútur í heildina.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein