Kjöt og kaffisviti Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. ágúst 2014 14:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir Bláskjá nú í annað sinn í Borgarleikhúsinu. Hann fylgir engri rútínu um helgar og ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun. mynd/Anton Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“ Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist