Danshaldið er að víkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 14:00 Jón Pétur og Kara voru fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og hafa dansað saman og kennt í áratugi. Fréttablaðið/Andri Marinó „Skólinn var stofnaður 28. ágúst 1989 og þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir Kara Arngrímsdóttir, annar eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þegar haft er orð á að dansinn haldi eigendunum greinilega ungum segir hún glaðlega að það hljóti bara að vera. „Ég segi það alltaf við mig þegar ég kíki í spegilinn á morgnana!“ Svo er hún beðin að rekja upphafið. „Fyrsta Íslandsmeistaramót í samkvæmisdansi var haldið 1986. Við Jón Pétur ákváðum að taka þátt í því og byrjuðum þá að dansa saman. Eftir það vorum við fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og þegar við vorum búin að taka danskennarapróf 1989 hjá Sigurði Hákonarsyni langaði okkur að stofna dansskóla og gerðum það, alveg græn. Ég held við höfum ekki séð fyrir okkur þá að við yrðum enn að 25 árum síðar en þetta hefur gengið vel og maðurinn minn hefur verið með okkur í rekstrinum.“ Kara segir dansmenninguna hafa breyst mikið. „Það er að deyja út að fólk fari út bara til að dansa. Enda eru ekki einu sinni til hús með sæmilegu dansgólfi nema í félagsheimilum úti á landi, þannig að dansinn er mun minni þáttur í félagslífi almennings en var.“En hvar fær fólk sem lærir hjá ykkur útrás fyrir sína kunnáttu á dansgólfinu? „Aðallega í dansskólanum. Fólk kemur í danstíma einu sinni í viku yfir veturinn og við erum með einn dansleik á hvorri önn og stundum opnar æfingar þess á milli.“ Kara segir dansinn alltaf að breytast. „Með diskóinu fór fólk að dansa hvert í sínu lagi og nú dansar það þannig í hringjum og grúppum. En danshaldið er að víkja. Ég tel það afturför því að dansa saman tvö og tvö eflir félagsþroska ungs fólks og dregur úr feimni. Fyrir utan hvað kunnátta í dansi veitir mikið sjálfsöryggi.“ Telur hún vangadansinn í hættu? „Nei, ég held nú ekki. En það getur verið erfiðara að stíga slík skref þegar fólk er bara að dansa í hring.“ Skólinn er í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Þar verður opið hús á laugardaginn milli 13 og 15. Kara segir verða boðið upp á danssýningar og einhverjar veitingar. „Okkur langar að sjá fólk sem var hjá okkur fyrir 25 árum, þá sem eru hjá okkur núna og hafa verið í millitíðinni og líka einhverja sem langar að koma og læra að dansa.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Skólinn var stofnaður 28. ágúst 1989 og þegar fyrirtæki eru með sömu kennitölu í 25 ár þykja þau svolítið gömul hér á landi. En tíminn hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir Kara Arngrímsdóttir, annar eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Þegar haft er orð á að dansinn haldi eigendunum greinilega ungum segir hún glaðlega að það hljóti bara að vera. „Ég segi það alltaf við mig þegar ég kíki í spegilinn á morgnana!“ Svo er hún beðin að rekja upphafið. „Fyrsta Íslandsmeistaramót í samkvæmisdansi var haldið 1986. Við Jón Pétur ákváðum að taka þátt í því og byrjuðum þá að dansa saman. Eftir það vorum við fulltrúar Íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum og þegar við vorum búin að taka danskennarapróf 1989 hjá Sigurði Hákonarsyni langaði okkur að stofna dansskóla og gerðum það, alveg græn. Ég held við höfum ekki séð fyrir okkur þá að við yrðum enn að 25 árum síðar en þetta hefur gengið vel og maðurinn minn hefur verið með okkur í rekstrinum.“ Kara segir dansmenninguna hafa breyst mikið. „Það er að deyja út að fólk fari út bara til að dansa. Enda eru ekki einu sinni til hús með sæmilegu dansgólfi nema í félagsheimilum úti á landi, þannig að dansinn er mun minni þáttur í félagslífi almennings en var.“En hvar fær fólk sem lærir hjá ykkur útrás fyrir sína kunnáttu á dansgólfinu? „Aðallega í dansskólanum. Fólk kemur í danstíma einu sinni í viku yfir veturinn og við erum með einn dansleik á hvorri önn og stundum opnar æfingar þess á milli.“ Kara segir dansinn alltaf að breytast. „Með diskóinu fór fólk að dansa hvert í sínu lagi og nú dansar það þannig í hringjum og grúppum. En danshaldið er að víkja. Ég tel það afturför því að dansa saman tvö og tvö eflir félagsþroska ungs fólks og dregur úr feimni. Fyrir utan hvað kunnátta í dansi veitir mikið sjálfsöryggi.“ Telur hún vangadansinn í hættu? „Nei, ég held nú ekki. En það getur verið erfiðara að stíga slík skref þegar fólk er bara að dansa í hring.“ Skólinn er í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Þar verður opið hús á laugardaginn milli 13 og 15. Kara segir verða boðið upp á danssýningar og einhverjar veitingar. „Okkur langar að sjá fólk sem var hjá okkur fyrir 25 árum, þá sem eru hjá okkur núna og hafa verið í millitíðinni og líka einhverja sem langar að koma og læra að dansa.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira