Algjörlega sturlað að stofna fréttavef Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 09:00 Atli Fannar ætlar hvorki að skrifa um fortíðina né framtíðina. Eingöngu nútímann. Vísir/Andri Marinó „Vefurinn er fyrir ungt fólk, og þegar ég tala um ungt fólk þá er ég að tala um fólk á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára. Ég er sjálfur þrítugur og neita að trúa því að ég verði ekki ungur lengur eftir tíu ár,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason. Hann opnar í dag fréttavefinn nutiminn.is og lofar metnaðarfullum vef, fullum af fjölbreyttum fréttum. „Þetta verða alls konar fréttir af því sem er að gerast núna, bæði harðar og mjúkar. Þessar helstu fréttir í bland við fréttir sem enginn er með. Framsetningin er fersk og Nútíminn er fallegur í öllum tækjum,“ segir Atli Fannar og hvetur fólk einnig til að finna Nútímann á Facebook. Atli Fannar á að baki tíu ára reynslu í fjölmiðlabransanum og hefur bæði gegnt starfi ritstjóra Mónitors og fréttastjóra dægurmála á Fréttablaðinu. Aðspurður hvort það sé ekki áhættusamt að stofna fréttavef í dag segir Atli Fannar að það sé vissulega raunin. „Það er auðvitað algjörlega sturlað. Ég var að leita mér að einhverju skemmtilegu að gera og ákvað að setja allan peninginn minn í þetta fyrirtæki með góða hugmynd að vopni. Ég treysti á að markaðurinn sé til í þetta og það lítur út fyrir það.“ Fjölmiðlamaðurinn hefur umkringt sig góðu fólki við gerð vefjarins. „Í liði með mér eru frábærir pistlahöfundar. Logi Pedro úr Retro Stefson ætlar að skrifa um tísku, Alma í Charlies skrifar frá Los Angeles, Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bibbi í Skálmöld og Bragi Valdimar deila öll snilld sinni. Svo detta fleiri pistlahöfundar inn jafnt og þétt. Og eflaust einhverjir út. Sá liður verður sprelllifandi.“ Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
„Vefurinn er fyrir ungt fólk, og þegar ég tala um ungt fólk þá er ég að tala um fólk á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára. Ég er sjálfur þrítugur og neita að trúa því að ég verði ekki ungur lengur eftir tíu ár,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason. Hann opnar í dag fréttavefinn nutiminn.is og lofar metnaðarfullum vef, fullum af fjölbreyttum fréttum. „Þetta verða alls konar fréttir af því sem er að gerast núna, bæði harðar og mjúkar. Þessar helstu fréttir í bland við fréttir sem enginn er með. Framsetningin er fersk og Nútíminn er fallegur í öllum tækjum,“ segir Atli Fannar og hvetur fólk einnig til að finna Nútímann á Facebook. Atli Fannar á að baki tíu ára reynslu í fjölmiðlabransanum og hefur bæði gegnt starfi ritstjóra Mónitors og fréttastjóra dægurmála á Fréttablaðinu. Aðspurður hvort það sé ekki áhættusamt að stofna fréttavef í dag segir Atli Fannar að það sé vissulega raunin. „Það er auðvitað algjörlega sturlað. Ég var að leita mér að einhverju skemmtilegu að gera og ákvað að setja allan peninginn minn í þetta fyrirtæki með góða hugmynd að vopni. Ég treysti á að markaðurinn sé til í þetta og það lítur út fyrir það.“ Fjölmiðlamaðurinn hefur umkringt sig góðu fólki við gerð vefjarins. „Í liði með mér eru frábærir pistlahöfundar. Logi Pedro úr Retro Stefson ætlar að skrifa um tísku, Alma í Charlies skrifar frá Los Angeles, Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bibbi í Skálmöld og Bragi Valdimar deila öll snilld sinni. Svo detta fleiri pistlahöfundar inn jafnt og þétt. Og eflaust einhverjir út. Sá liður verður sprelllifandi.“
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist