Lífið

Opnar fyrsta strandbar Íslands

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þema staðarins er ananas.
Þema staðarins er ananas. vísir/getty
„Pælingin er að þegar þú labbar inn þá sértu kominn til Hawaii,“ segir Jóel Briem en hann vinnur nú að því að opna staðinn Bar Ananas á Klapparstíg þar sem Café List var áður til húsa.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég og Stulli sátum og drukkum kokkteil,“ segir Jóel en þá vísar hann til Einars Sturlu Moinichen.

Félagarnir eru vanir menn í veitingarekstri og mun nýi staðurinn fara undir hatt Bar Co, samsteypu sem á nokkra skemmti- og veitingastaði í Reykjavík og snýst um að halda stöðunum við og í góðu ástandi.

Nýi staðurinn er þó ögn öðruvísi en gengur og gerist í Reykjavík þar sem staðurinn er fyrsti strandbar Íslandssögunnar og mun þemað vera ananas.

„Það mun allt tengjast ananas, ananasljós, ananaskokteilar, allt út í ananas,“ segir Jóel og hlær en hann er með góðan hóp listamanna að endurgera staðinn þessa dagana.

„Össi 7berg er að mála fyrir okkur ásamt ástralska listamanninum Guido og hún Skugga líka,“ segir Jóel. „Það er rosalega góður hópur sem kemur að þessu og allir að vinna að þessu konsepti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.