Landeigendur tapa tugum milljóna 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann var sett á gjaldtökuna í sumar eftir að hún hafði staðið yfir í um einn mánuð. Vísir/Daníel Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“ Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira