Landeigendur tapa tugum milljóna 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann var sett á gjaldtökuna í sumar eftir að hún hafði staðið yfir í um einn mánuð. Vísir/Daníel Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. Bannið er til komið vegna gjaldtöku verulegs meirihluta landeigenda á hverasvæðinu austan Námaskarðs og við Leirhnjúk. Ólafur H. Jónsson, talsmaður meirihluta landeigenda, telur að landeigendur hafi orðið fyrir milljónatuga tapi í sumar vegna lögbannsins. „Þetta er ekki eins og þú setjir upp pylsuskúr og byrjir að innheimta. Þetta er tugmilljóna dæmi vegna þess að við erum með vélbúnað, hugbúnað, leiðbeinandi girðingar og aðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir hann aðspurður. Beiðni minnihluta landeigenda um lögbannið var samþykkt um miðjan júlí eftir að gjald hafði verið tekið af gestum í um einn mánuð. „Þetta tekur nokkrar vikur og síðan heldur þetta til Hæstaréttar nema forsendurnar séu svo augljósar að menn hafi ekki efni á því að fara í Hæstarétt,“ segir Ólafur og bætir við að 86 prósent aðila hafi samþykkt framkvæmdina 31. janúar.ólafur h. jónsson„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir,“ segir hann og á við tryggingaféð sem hluti félagsmanna í landeigendafélaginu þurfti að reiða af hendi til að lögbannið gæti tekið gildi. „Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við. „Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“ Ólafur óttast að málið muni dragast á langinn næstu árin án þess að lausn fáist á því. „Það verður breytt ásýnd og er þegar orðin breytt ásýnd á þessum svæðum vegna þess að núna þegar rignir þá er þetta bara drullusvað og hver hugsar um það? Það má enginn af því að það verður ekkert gert í landi Reykjahlíðar fyrr en það verður komið á hreint hverjir mega það.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira