Sækja innblástur í skelfiskilm og kyrrð í Hrísey Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 09:00 Hæfileikarík Hluti af hópnum fyrir utan húsið þar sem töfrarnir gerast. Fjöllin í baksýn veita innblástur að sögn skipuleggjenda. „Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur.. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur..
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira