Styrkja gott málefni Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. ágúst 2014 10:30 Gunnar Hansson leikstjóri og höfundur og Davíð Óskar Ólafsson leikstjóri. Vísir/Stefán „Í myndinni eru persónurnar að safna fyrir Umhyggju og þegar við funduðum með aðstandendum Umhyggju þá ákváðum við að gera þetta bara í alvörunni líka,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, annar leikstjóra kvikmyndarinnar Bakk, en aðstandendur myndarinnar standa fyrir söfnun fyrir Umhyggju á meðan tökur fara fram. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar Umhyggju og í framhaldinu var ákveðið að fara af stað með styrktarherferð þannig að um raunverulega söfnun er að ræða. „Við ætlum að vekja athygli á myndinni hvar sem við verðum í upptökum og þar af leiðandi vekja athygli á söfnuninni. Við vekjum athygli á söfnuninni á Facebook-síðunni okkar og þá erum við líka að láta búa til níuhundruð-númer fyrir okkur,“ útskýrir Davíð Óskar. Þá er styrktarreikningurinn einnig á vefsíðu Umhyggju.Hér sjáum við hluta leikarahópsins í myndinni en hópurinn var í tökum í hljóðveri Fm 957 í gær og átti þar góða stund.vísir/stefánSpurður út í af hverju Umhyggja varð fyrir valinu segir Davíð Óskar ástæðuna vera þá að félagið sé rekið með styrkjum og innan þess séu um 20 félög sem tengjast langveikum börnum og málefnið afar verðugt. Tökur á kvikmyndinni Bakk hófust í síðustu viku og eru í fullum gangi. Í gær var hópurinn staddur í hljóðveri FM 957 þar sem verið var að taka upp atriði. „Í þessu atriði eru aðalpersónur myndarinnar að plögga söfnunina sem fer fram í myndinni á FM 957,“ bætir Davíð Óskar við. Tökur halda áfram út um allt land í kjölfarið en á meðal tökustaða eru Hellissandur, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Gert er ráð fyrir að klára upptökur um 10. september. „Tökurnar ganga rosalega vel og þetta er í raun enn skemmtilegra verkefni en við héldum fyrir,“ segir Davíð Óskar léttur í lund.Ágústa Eva Erlendsdóttir bregður sér í líki útvarpskonu.Vísir/StefánÁgústa Eva tekur sig vel út í hljóðveri FM 957.Vísir/Stefán Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Í myndinni eru persónurnar að safna fyrir Umhyggju og þegar við funduðum með aðstandendum Umhyggju þá ákváðum við að gera þetta bara í alvörunni líka,“ segir Davíð Óskar Ólafsson, annar leikstjóra kvikmyndarinnar Bakk, en aðstandendur myndarinnar standa fyrir söfnun fyrir Umhyggju á meðan tökur fara fram. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar Umhyggju og í framhaldinu var ákveðið að fara af stað með styrktarherferð þannig að um raunverulega söfnun er að ræða. „Við ætlum að vekja athygli á myndinni hvar sem við verðum í upptökum og þar af leiðandi vekja athygli á söfnuninni. Við vekjum athygli á söfnuninni á Facebook-síðunni okkar og þá erum við líka að láta búa til níuhundruð-númer fyrir okkur,“ útskýrir Davíð Óskar. Þá er styrktarreikningurinn einnig á vefsíðu Umhyggju.Hér sjáum við hluta leikarahópsins í myndinni en hópurinn var í tökum í hljóðveri Fm 957 í gær og átti þar góða stund.vísir/stefánSpurður út í af hverju Umhyggja varð fyrir valinu segir Davíð Óskar ástæðuna vera þá að félagið sé rekið með styrkjum og innan þess séu um 20 félög sem tengjast langveikum börnum og málefnið afar verðugt. Tökur á kvikmyndinni Bakk hófust í síðustu viku og eru í fullum gangi. Í gær var hópurinn staddur í hljóðveri FM 957 þar sem verið var að taka upp atriði. „Í þessu atriði eru aðalpersónur myndarinnar að plögga söfnunina sem fer fram í myndinni á FM 957,“ bætir Davíð Óskar við. Tökur halda áfram út um allt land í kjölfarið en á meðal tökustaða eru Hellissandur, Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Gert er ráð fyrir að klára upptökur um 10. september. „Tökurnar ganga rosalega vel og þetta er í raun enn skemmtilegra verkefni en við héldum fyrir,“ segir Davíð Óskar léttur í lund.Ágústa Eva Erlendsdóttir bregður sér í líki útvarpskonu.Vísir/StefánÁgústa Eva tekur sig vel út í hljóðveri FM 957.Vísir/Stefán
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira