Fólk er oft hálfhrætt við mig 9. ágúst 2014 13:00 Dóra Takefusa Vísir/Vilhelm Lífið tók Dóru Takefusa, eigandi Dolly og Bast í yfirheyrslu.Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? "Ég veit að margir hafa haft skrítnar hugmyndir um mig í gegnum tíðina. Til dæmis að ég sé sjálfsánægð, hrokafull, lauslát og í dópi. Það hafa margir sagt við mig við fyrstu kynni að ég sé allt öðruvísi en þeir héldu og eru mjög hissa yfir því hvað ég er vinaleg og góð. Fólk er líka oft hálfhrætt við mig, sem mér finnst mjög fyndið því ég skil ekki af hverju." Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? "Hvað ég er viðkvæm og má ekkert aumt sjá. Þegar fréttaþulur varar við myndefni fréttar þá skipti ég yfir á aðra stöð. Ég horfi til dæmis ekki á kvikmyndir bannaðar yngri en 16 ára nema að fólk sem þekkir mig sé búið að sjá þær og segi að þær séu „Dóru proof“." Hvað kemur út á þér tárunum? "Ástin og sorglegar bíómyndir." Hvað gerir þig pirraða? "Mannvonska, hroki, yfirlæti, sjúklega hæg þjónusta, léleg vinnubrögð og svo á ég líka mjög erfitt með að vera í kringum „boring“ fólk, sem að mínu mati er brjálæðislega leiðinlegt fólk sem talar mikið um heimskulega og leiðinlega hluti." Hvað er fyndnast í heimi? "Lífið! Sérstaklega með augum kaldhæðins fólks sem er fyndið í eðli sínu. Ég elska að vera í kringum fyndið fólk." Er líf á öðrum hnöttum? "Já, það er löngu sannað. En hvort til séu mannverur eða geimverur á öðrum hnöttum get ég ekki sagt til um." Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? "Andardráttur þeirra sem ég elska."Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? "Kveiki mér í sígarettu, helli Jack Daniels eða rauðvíni í glas, set á tónlist, horfi út um gluggann og gef mér tíma með hugsunum mínum, eða horfi á sjónvarpið og tek mér hvíld frá hugsunum mínum." Hvaða frægu persónu ertu skotin í? "Brad Pitt, Eric Bana og Ryan Gosling. Hlýlegir og dularfullir töffarar, fjölskyldumenn með yfirvegað sjálfsöryggi."Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu? "Bókin, Konan sem man. Ein af uppáhalds og ef ég er á eyðieyju kemur hún sér vel varðandi sjálfsbjargarviðleitnina. Platan, Best of David Bowie!!! Bíómyndin, Bagdad café. Skemmtileg og falleg á allan hátt, sagan, persónurnar, tónlistin og hið myndræna." Hver er fyrsta minningin þín? "Man það ekki!" Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? "Það hef ég ekki hugmynd um! Ég veit ekkert hvernig mér líður eftir fimm ár og veit því ekki hvað mig langar að gera. Þrátt fyrir að ég sé mjög skipulögð manneskja þá plana ég ekki framtíðina. Ég lifi í núinu og leyfi framtíðinni, sjálfri mér og lífinu að leiða mig áfram og helst að koma á óvart því það er svo skemmtilegt." Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? "Björn Jörundur."Hver var æskuhetjan þín? "Móðir Teresa." Er ást í tunglinu? "Já, þegar við svífum tvö út í geiminn… er ást í tunglinu." Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Lífið tók Dóru Takefusa, eigandi Dolly og Bast í yfirheyrslu.Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? "Ég veit að margir hafa haft skrítnar hugmyndir um mig í gegnum tíðina. Til dæmis að ég sé sjálfsánægð, hrokafull, lauslát og í dópi. Það hafa margir sagt við mig við fyrstu kynni að ég sé allt öðruvísi en þeir héldu og eru mjög hissa yfir því hvað ég er vinaleg og góð. Fólk er líka oft hálfhrætt við mig, sem mér finnst mjög fyndið því ég skil ekki af hverju." Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? "Hvað ég er viðkvæm og má ekkert aumt sjá. Þegar fréttaþulur varar við myndefni fréttar þá skipti ég yfir á aðra stöð. Ég horfi til dæmis ekki á kvikmyndir bannaðar yngri en 16 ára nema að fólk sem þekkir mig sé búið að sjá þær og segi að þær séu „Dóru proof“." Hvað kemur út á þér tárunum? "Ástin og sorglegar bíómyndir." Hvað gerir þig pirraða? "Mannvonska, hroki, yfirlæti, sjúklega hæg þjónusta, léleg vinnubrögð og svo á ég líka mjög erfitt með að vera í kringum „boring“ fólk, sem að mínu mati er brjálæðislega leiðinlegt fólk sem talar mikið um heimskulega og leiðinlega hluti." Hvað er fyndnast í heimi? "Lífið! Sérstaklega með augum kaldhæðins fólks sem er fyndið í eðli sínu. Ég elska að vera í kringum fyndið fólk." Er líf á öðrum hnöttum? "Já, það er löngu sannað. En hvort til séu mannverur eða geimverur á öðrum hnöttum get ég ekki sagt til um." Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? "Andardráttur þeirra sem ég elska."Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? "Kveiki mér í sígarettu, helli Jack Daniels eða rauðvíni í glas, set á tónlist, horfi út um gluggann og gef mér tíma með hugsunum mínum, eða horfi á sjónvarpið og tek mér hvíld frá hugsunum mínum." Hvaða frægu persónu ertu skotin í? "Brad Pitt, Eric Bana og Ryan Gosling. Hlýlegir og dularfullir töffarar, fjölskyldumenn með yfirvegað sjálfsöryggi."Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu? "Bókin, Konan sem man. Ein af uppáhalds og ef ég er á eyðieyju kemur hún sér vel varðandi sjálfsbjargarviðleitnina. Platan, Best of David Bowie!!! Bíómyndin, Bagdad café. Skemmtileg og falleg á allan hátt, sagan, persónurnar, tónlistin og hið myndræna." Hver er fyrsta minningin þín? "Man það ekki!" Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? "Það hef ég ekki hugmynd um! Ég veit ekkert hvernig mér líður eftir fimm ár og veit því ekki hvað mig langar að gera. Þrátt fyrir að ég sé mjög skipulögð manneskja þá plana ég ekki framtíðina. Ég lifi í núinu og leyfi framtíðinni, sjálfri mér og lífinu að leiða mig áfram og helst að koma á óvart því það er svo skemmtilegt." Pálmi Gunnars eða Björn Jörundur? "Björn Jörundur."Hver var æskuhetjan þín? "Móðir Teresa." Er ást í tunglinu? "Já, þegar við svífum tvö út í geiminn… er ást í tunglinu."
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira