Vilja kaupa annarra manna drasl 8. ágúst 2014 11:00 Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir Vísir/Stefán „Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira