„Þetta er einstakt andlegt ferðalag þar sem konur munu kynnast sjálfum sér, finna sig og læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls,“ segir Sigrún Lilja. „Við munum byrja hvern morgun á hugleiðslu og „Happy-yoga“ í sólarupprás áður en farið er í dásamlegan morgunverð að hætti Balí og fyrirlestrarnir hefjast. Að auki verða einkatímar, spa og fleira spennandi í boði.“

„Eftir að við fórum að ræða saman um að sameina krafta okkar í eina heilsteypta uppbyggingarferð á Balí varð ekki aftur snúið,“ segir Sigrún Lilja.
„Það passar fullkomlega saman að sameina tvö einstök námskeið sem eru bæði til þess fallin að byggja konur upp og hvetja þær til að láta til sín taka. Þetta verður einstakt „retreat“ sem er nú að verða að veruleika.“
„Á námskeiðinu fer ég vel yfir hvernig konur megi koma draumums ínum eða viðskiptahugmyndum í framkvæmd. Kenni allt um erlenda framleiðslu, dreifingu og sölu, markaðssetningu og svo miðla ég minni reynslu sem ég hef lært á leið minni í uppbyggingingu á Gyðju. Að auki fer ég djúpt í persónulega markmiðasetningu og markvissar leiðir til að byggja upp sjálfstraust hverrar konu.“
Þegar Guðbjörg Ósk er spurð nánar út í aðferðafræðina að baki Lærðu að elska sjálfan þig sem hún kemur til með að kenna konunum á Balí, segist hún vita að allir geta lifað draumalífinu sínu.
„Lærðu að elska sjálfan þig er persónuleg þjálfun þar sem ég kenni aðferðir sem auka sjálfstraust og hugrekki. Það leiðir svo að meiri hamingju og eykur skilning á því hvaða eiginleika fólk hefur, tilgang og ástríður. Þegar þú ferð að standa með sjálfri þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á alla í kringum þig,“ segir Guðbjörg Ósk.
Skráning á námskeiðið er nú hafin og sjá má nánari upplýsingar um dagskrá, hótel og fleira á Facebook síðu námskeiðsins.
Að sögn Sigrúnar Lilju er takmarkað sætaframboð til að gera reynsluna sem persónulegasta.