Vonast til þess að hann fái að keppa Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2014 09:00 Þjóðverjinn Marcus Rehm er magnaður íþróttamaður sem verðskuldar keppnisrétt á Evrópumótinu í Zürich að mati Helga. Fréttablaðið/Getty „Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sturlaðar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
„Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sturlaðar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira