Ekki týnast í Herjólfsdal Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2014 10:00 Strákarnir í Blendin, þeir Davíð Örn Símonarson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson sjá til þess að þú týnist ekki í dalnum. vísir/arnþór „Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér. Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Við erum hér með að leysa stærsta vandamál Þjóðhátíðarinnar,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en hugbúnaðarfyrirtækið, sem framleiðir samnefndan samfélagsmiðil, hefur í samstarfi við Þjóðhátíðarnefnd unnið að glænýrri uppfærslu af Blendin-appinu sem er sérsniðið fyrir Þjóðhátíð. Um er að ræða uppfærslu af appinu sem á að auðvelda gestum eyjunnar grænu að skemmta sér betur og á öruggari hátt. „Hvimleitt vandamál hefur iðulega skapast þegar vinkonur og vinir verða viðskila og margar klukkustundir fara í leit að þeim horfnu. Blendin útrýmir þessu vandamáli í eitt skipti fyrir öll. Samstarf Þjóðhátíðarnefndar og Blendin felur í sér fyrir fram ákveðin kennileiti í Herjólfsdal sem notendur geta auðveldlega skráð sig inn á í appinu (e. checkin). Þannig getur þú sem notandi skráð þig inn til dæmis í hvítu tjöldin. Þú velur svo ákveðna vini og vinkonur sem fá þá staðsetningu því stundum viltu bara deila þessum upplýsingum með ákveðnu fólki,“ útskýrir Davíð Örn. Appið kom fyrst út fyrir fáeinum mánuðum og hlaut mikið umtal. „Þegar við gáfum út appið, þá staddir í San Francisco fyrr á árinu, vildum við drífa í að koma þessu út, fá viðbrögð (e. feedback) við vörunni og byggja svo á grunni þess sem notendum þótti mega bæta. Við sáum strax í upphafi að fólk hafði mikinn áhuga á appinu og þótti hugmyndin frábær og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ bætir Ásgeir Vísir, hönnuður appsins, við.Hvar eru vinirnir? Eigum við að hittast hjá Aðalsviðinu?Mynd/SkjáskotEin stærsta viðbótin við nýju útgáfuna er sérstök samskiptaleið milli notenda. „Eftir að hafa gefið út frumútgáfu vörunnar sáum við fljótlega að notendur reyndu að eiga samskipti í appinu með óhefðbundnum leiðum. Við ákváðum því, eftir fjölda fyrirspurna, að bæta við spjalli þar sem einungis þeir sem stefna á að fara út að skemmta sér (open minded), eða eru að skemmta sér (blendin) geta talað saman,“ útskýrir Ásgeir Vísir við. Þá er nýja útgáfan margfalt hraðari og rafhlöðuvænni. „Það mun einnig koma notendum skemmtilega á óvart að sjá hvaða vinir þeirra eru á eyjunni líka, því það eru ekki beint aðgengilegar upplýsingar hvaða vinir eru að skemmta sér hverju sinni, hvað þá á Þjóðhátíð,” bætir Davíð Örn við. Appið mun þó einnig virka fyrir fólk sem er að skemmta sér annars staðar en í Eyjum, það virkar hvar sem er. Appið virkar fyrir stýrikerfi Apple og Android en sækja má appið hér.
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira