Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, spilar knattspyrnu með Gulldeildarliðinu FC Skeiðin hér á landi í sumar. Um er að ræða lið sem samanstendur af Stjörnumönnum úr Garðabænum.
Arnar þykir einkar líkur öðrum íslenskum knattspyrnumanni, þá sérstaklega inni á knattspyrnuvellinum, og erum við að tala um Birki Bjarnason landsliðsmann. Báðir hafa þeir sítt og ljóst hár og nota að jafnaði einhvers konar hárband til að halda hárinu frá og hafa betra útsýni.
Ekki er þó vitað hvort Arnar sé jafn lipur með knöttinn og Birkir en þeir líta hins vegar báðir vel út á velli, enda tvífarar.
Töff tvífarar á knattspyrnuvellinum
