Leysir töfrateninginn á aðeins 8,55 sekúndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 10:30 Mikael vekur mikla lukku á skrifstofunni þegar hann leysir teninginn. Vísir/Daníel „Ég held satt best að segja að það sé enginn hraðari á Íslandi en ég. Ég hef allavega ekki hitt þann einstakling,“ segir forritarinn Mikael Fängström. Mikael er ekki aðeins flinkur fyrir framan tölvuskjáinn heldur einnig skotfljótur að leysa svokallaðan töfratening, eða Rubik's cube eins og hann heitir á ensku. Metið hans að leysa þrautina er 8,55 sekúndur og var það eitt sinn fjórði besti staðfesti tíminn í heimalandi hans, Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort ég held enn þá fjórða sætinu en ég er allavega ofarlega á listanum,“ segir Mikael sem hefur æft sig á teningnum síðan hann var sextán ára, í tæp sjö ár. Hann veit ekki hvort hann gæti bætt metið. „Ég þyrfti þá að æfa mig miklu meira. Ef ég gerði það gæti ég hugsanlega bætt metið,“ segir Mikael sem forritar með teninginn í annarri hendinni á hverjum degi. En hvað er það sem heillar við teninginn? „Þetta er mjög afslappandi. Ég byrjaði á þessu því ég vildi geta leyst hann eins og allir aðrir. Fyrr en varði gat ég leyst hann á innan við mínútu. Þá hugsaði ég með mér að ég væri orðinn frekar góður og byrjaði að æfa mig meira og meira.“ Mikael vinnur sem forritari hjá íslenska fyrirtækinu Ecomals sem vinnur að þróun sögubókar og smáforrits hjá Startup Reykjavík. „Tilgangurinn er að efla umhverfisvitund hjá börnum. Í fyrsta fasa erum við að hanna, þróa og útbúa sögubók og karaktera í kringum hana en einnig smáforrit sem passar upp á tímanotkun barna í farsímum og spjaldtölvum,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, upphafsmaður EcoMals. Hann skipar kjarna fyrirtækisins ásamt Gunnari Helgasyni, rithöfundi og leikara, og Einari Karli Birgissyni. Smáforritið er stillt þannig að börn fá vissan tíma til að leika sér í tækjunum og sjá karakterarnir um að segja þeim hvenær sá tími er útrunninn. „Spjaldtölvan er orðin eins og nútímabarnapía. Aðalkarakterarnir í sögunni okkar gefa börnum til kynna hvenær þau eiga lítinn tíma eftir í tækjunum og kynna þau fyrir skemmtilegum útileikjum eða gefa þeim hugmyndir að einhverju öðru sem tengist ekki tölvunni og þau geta gert þegar tíminn er liðinn. Þetta er síðan hægt að stilla eftir tíma dags, aldri barnsins og jafnvel veðri,“ segir Kristinn. Hann vill vekja máls á tölvufíkn barna og ungmenna á Íslandi og takast á við vandann. „Þetta er vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar ef við bregðumst ekki við,“ segir hann en bókin og smáforritið eru væntanleg á markað snemma næsta árs. Post by Startup Reykjavik. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég held satt best að segja að það sé enginn hraðari á Íslandi en ég. Ég hef allavega ekki hitt þann einstakling,“ segir forritarinn Mikael Fängström. Mikael er ekki aðeins flinkur fyrir framan tölvuskjáinn heldur einnig skotfljótur að leysa svokallaðan töfratening, eða Rubik's cube eins og hann heitir á ensku. Metið hans að leysa þrautina er 8,55 sekúndur og var það eitt sinn fjórði besti staðfesti tíminn í heimalandi hans, Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort ég held enn þá fjórða sætinu en ég er allavega ofarlega á listanum,“ segir Mikael sem hefur æft sig á teningnum síðan hann var sextán ára, í tæp sjö ár. Hann veit ekki hvort hann gæti bætt metið. „Ég þyrfti þá að æfa mig miklu meira. Ef ég gerði það gæti ég hugsanlega bætt metið,“ segir Mikael sem forritar með teninginn í annarri hendinni á hverjum degi. En hvað er það sem heillar við teninginn? „Þetta er mjög afslappandi. Ég byrjaði á þessu því ég vildi geta leyst hann eins og allir aðrir. Fyrr en varði gat ég leyst hann á innan við mínútu. Þá hugsaði ég með mér að ég væri orðinn frekar góður og byrjaði að æfa mig meira og meira.“ Mikael vinnur sem forritari hjá íslenska fyrirtækinu Ecomals sem vinnur að þróun sögubókar og smáforrits hjá Startup Reykjavík. „Tilgangurinn er að efla umhverfisvitund hjá börnum. Í fyrsta fasa erum við að hanna, þróa og útbúa sögubók og karaktera í kringum hana en einnig smáforrit sem passar upp á tímanotkun barna í farsímum og spjaldtölvum,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, upphafsmaður EcoMals. Hann skipar kjarna fyrirtækisins ásamt Gunnari Helgasyni, rithöfundi og leikara, og Einari Karli Birgissyni. Smáforritið er stillt þannig að börn fá vissan tíma til að leika sér í tækjunum og sjá karakterarnir um að segja þeim hvenær sá tími er útrunninn. „Spjaldtölvan er orðin eins og nútímabarnapía. Aðalkarakterarnir í sögunni okkar gefa börnum til kynna hvenær þau eiga lítinn tíma eftir í tækjunum og kynna þau fyrir skemmtilegum útileikjum eða gefa þeim hugmyndir að einhverju öðru sem tengist ekki tölvunni og þau geta gert þegar tíminn er liðinn. Þetta er síðan hægt að stilla eftir tíma dags, aldri barnsins og jafnvel veðri,“ segir Kristinn. Hann vill vekja máls á tölvufíkn barna og ungmenna á Íslandi og takast á við vandann. „Þetta er vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar ef við bregðumst ekki við,“ segir hann en bókin og smáforritið eru væntanleg á markað snemma næsta árs. Post by Startup Reykjavik.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira