Leysir töfrateninginn á aðeins 8,55 sekúndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 10:30 Mikael vekur mikla lukku á skrifstofunni þegar hann leysir teninginn. Vísir/Daníel „Ég held satt best að segja að það sé enginn hraðari á Íslandi en ég. Ég hef allavega ekki hitt þann einstakling,“ segir forritarinn Mikael Fängström. Mikael er ekki aðeins flinkur fyrir framan tölvuskjáinn heldur einnig skotfljótur að leysa svokallaðan töfratening, eða Rubik's cube eins og hann heitir á ensku. Metið hans að leysa þrautina er 8,55 sekúndur og var það eitt sinn fjórði besti staðfesti tíminn í heimalandi hans, Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort ég held enn þá fjórða sætinu en ég er allavega ofarlega á listanum,“ segir Mikael sem hefur æft sig á teningnum síðan hann var sextán ára, í tæp sjö ár. Hann veit ekki hvort hann gæti bætt metið. „Ég þyrfti þá að æfa mig miklu meira. Ef ég gerði það gæti ég hugsanlega bætt metið,“ segir Mikael sem forritar með teninginn í annarri hendinni á hverjum degi. En hvað er það sem heillar við teninginn? „Þetta er mjög afslappandi. Ég byrjaði á þessu því ég vildi geta leyst hann eins og allir aðrir. Fyrr en varði gat ég leyst hann á innan við mínútu. Þá hugsaði ég með mér að ég væri orðinn frekar góður og byrjaði að æfa mig meira og meira.“ Mikael vinnur sem forritari hjá íslenska fyrirtækinu Ecomals sem vinnur að þróun sögubókar og smáforrits hjá Startup Reykjavík. „Tilgangurinn er að efla umhverfisvitund hjá börnum. Í fyrsta fasa erum við að hanna, þróa og útbúa sögubók og karaktera í kringum hana en einnig smáforrit sem passar upp á tímanotkun barna í farsímum og spjaldtölvum,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, upphafsmaður EcoMals. Hann skipar kjarna fyrirtækisins ásamt Gunnari Helgasyni, rithöfundi og leikara, og Einari Karli Birgissyni. Smáforritið er stillt þannig að börn fá vissan tíma til að leika sér í tækjunum og sjá karakterarnir um að segja þeim hvenær sá tími er útrunninn. „Spjaldtölvan er orðin eins og nútímabarnapía. Aðalkarakterarnir í sögunni okkar gefa börnum til kynna hvenær þau eiga lítinn tíma eftir í tækjunum og kynna þau fyrir skemmtilegum útileikjum eða gefa þeim hugmyndir að einhverju öðru sem tengist ekki tölvunni og þau geta gert þegar tíminn er liðinn. Þetta er síðan hægt að stilla eftir tíma dags, aldri barnsins og jafnvel veðri,“ segir Kristinn. Hann vill vekja máls á tölvufíkn barna og ungmenna á Íslandi og takast á við vandann. „Þetta er vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar ef við bregðumst ekki við,“ segir hann en bókin og smáforritið eru væntanleg á markað snemma næsta árs. Post by Startup Reykjavik. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
„Ég held satt best að segja að það sé enginn hraðari á Íslandi en ég. Ég hef allavega ekki hitt þann einstakling,“ segir forritarinn Mikael Fängström. Mikael er ekki aðeins flinkur fyrir framan tölvuskjáinn heldur einnig skotfljótur að leysa svokallaðan töfratening, eða Rubik's cube eins og hann heitir á ensku. Metið hans að leysa þrautina er 8,55 sekúndur og var það eitt sinn fjórði besti staðfesti tíminn í heimalandi hans, Svíþjóð. „Ég veit ekki hvort ég held enn þá fjórða sætinu en ég er allavega ofarlega á listanum,“ segir Mikael sem hefur æft sig á teningnum síðan hann var sextán ára, í tæp sjö ár. Hann veit ekki hvort hann gæti bætt metið. „Ég þyrfti þá að æfa mig miklu meira. Ef ég gerði það gæti ég hugsanlega bætt metið,“ segir Mikael sem forritar með teninginn í annarri hendinni á hverjum degi. En hvað er það sem heillar við teninginn? „Þetta er mjög afslappandi. Ég byrjaði á þessu því ég vildi geta leyst hann eins og allir aðrir. Fyrr en varði gat ég leyst hann á innan við mínútu. Þá hugsaði ég með mér að ég væri orðinn frekar góður og byrjaði að æfa mig meira og meira.“ Mikael vinnur sem forritari hjá íslenska fyrirtækinu Ecomals sem vinnur að þróun sögubókar og smáforrits hjá Startup Reykjavík. „Tilgangurinn er að efla umhverfisvitund hjá börnum. Í fyrsta fasa erum við að hanna, þróa og útbúa sögubók og karaktera í kringum hana en einnig smáforrit sem passar upp á tímanotkun barna í farsímum og spjaldtölvum,“ segir Kristinn Jón Ólafsson, upphafsmaður EcoMals. Hann skipar kjarna fyrirtækisins ásamt Gunnari Helgasyni, rithöfundi og leikara, og Einari Karli Birgissyni. Smáforritið er stillt þannig að börn fá vissan tíma til að leika sér í tækjunum og sjá karakterarnir um að segja þeim hvenær sá tími er útrunninn. „Spjaldtölvan er orðin eins og nútímabarnapía. Aðalkarakterarnir í sögunni okkar gefa börnum til kynna hvenær þau eiga lítinn tíma eftir í tækjunum og kynna þau fyrir skemmtilegum útileikjum eða gefa þeim hugmyndir að einhverju öðru sem tengist ekki tölvunni og þau geta gert þegar tíminn er liðinn. Þetta er síðan hægt að stilla eftir tíma dags, aldri barnsins og jafnvel veðri,“ segir Kristinn. Hann vill vekja máls á tölvufíkn barna og ungmenna á Íslandi og takast á við vandann. „Þetta er vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar ef við bregðumst ekki við,“ segir hann en bókin og smáforritið eru væntanleg á markað snemma næsta árs. Post by Startup Reykjavik.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira