Leikur með annarri hendi Baldvin Þormóðsson skrifar 25. júní 2014 12:00 Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum bauðst hlutverkið. vísir/maría nelson „Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira