Leikur með annarri hendi Baldvin Þormóðsson skrifar 25. júní 2014 12:00 Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum bauðst hlutverkið. vísir/maría nelson „Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“