Leikur með annarri hendi Baldvin Þormóðsson skrifar 25. júní 2014 12:00 Aron Már tók fyrsta flug til Akureyrar þegar honum bauðst hlutverkið. vísir/maría nelson „Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
„Það er þetta basl, þessi íslenski draumur um að komast héðan og meika það,“ segir leikaraneminn Aron Már Ólafsson um leikritið Ræflavík sem frumsýnt verður á Akureyri í byrjun júlí. „Það er reyndar frekar góð saga hvernig ég datt inn í þetta,“ segir Aron en hann gekkst undir axlaraðgerð fyrr í sumar. „Þannig að ég er náttúrlega í fatla þegar María Nelson hringir í mig klukkan 23.00 kvöldið fyrir fyrsta samlesturinn,“ segir ungi leikarinn en einn leikaranna forfallaðist kvöldið fyrir samlestur og sagði handritið vera of gróft fyrir sig. „Ég sagði henni bara að ég væri í fatla og gæti því miður ekki gert það,“ segir Aron þegar hann lýsir því hvernig María, vinkona hans, hringir í hann í móðursýkiskasti frá Akureyri til að fá hann til þess að leika hlutverkið. „Síðan grípur hún fram í fyrir mér og segir að karakterinn geti alveg verið í fatla,“ segir ungi leikarinn sem ætlaði í kjölfarið að keyra til Akureyrar strax um nóttina. „En það var víst ekki mjög góð hugmynd þannig að ég beið bara smá og flaug strax daginn eftir,“ segir leikarinn og hlær.Aron Már kann vel við sig á Akureyri.vísir/maría nelsonNýstárleg uppsetning„Þetta er mikill sálfræðitryllir og einhvers konar örvænting eftir betra lífi sem er svona andinn yfir þessu öllu,“ segir Aron Már um leikritið sjálft sem segir frá ungu fólki í leit að sjálfu sér og sannleikanum en það er Jón Gunnar Þórðarson sem leikstýrir verkinu og er sýningin á vegum Norðurbandalagsins þriðja árið í röð. Aron Már segir æfingaferlið hafa gengið eins og með annarri hendi. „Því ég er bara með eina hönd, skilurðu,“ segir hann og hlær. Leikritið verður sýnt í Rýminu á Akureyri og er uppsetning sviðsins mjög nýstárleg þar sem leikararnir eru staddir í gryfju og áhorfendur sitja á pöllum og horfa niður á leikarana. „Þú ert að upplifa mómentið með leikurunum í staðinn fyrir að leikararnir sýni þér mómentið,“ segir Aron Már. Leikritið verður frumsýnt á Akureyri 3. júlí en Reykvíkingar þurfa ekki að örvænta þar sem Ræflavík verður sett á svið í Tjarnarbíói 24. júlí.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira