Erlent

Carlsen heldur öllum titlunum

Svavar Hávarðsson skrifar
Magnús Carlsen
Magnús Carlsen
Magnús Carlsen, norski skákmeistarinn, er handhafi allra heimsmeistaratitlanna þriggja í skák sem í boði eru. Hann varð í gær heimsmeistari í hraðskák, en tefldi til sigurs tveimur dögum fyrr í móti um heimsmeistaratign í atskák. Fyrir er hann heimsmeistari í klassískri skák.

Hann er stigahæsti stórmeistari sögunnar með 2.881 Elo-stig. Carlsen er 23 ára.

Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák hefur staðið yfir í Dúbaí síðan 15. júní. Þátt tóku flestir sterkustu stórmeistarar heims. Sigurinn færir Carlsen 80.000 Bandaríkjadali, eða tæplega níu milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×