Fimmtíu milljónir manna á flótta Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júní 2014 10:30 Flóttamannabúðir í Kúrdahéruðum Íraks, skammt frá borginni Arbil. Fjöldi fólks hefur forðað sér eftir að herskáir íslamistar hófu stórsókn og hafa á skömmum tíma náð stórum hluta landsins á sitt vald.nordicphotos/AFP Alls voru 51,2 milljónir manna á flótta á heimsvísu um síðustu áramót. Þetta er í fyrsta sinn frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar sem fjöldi flóttamanna fer yfir 50 milljónir. Frá þessu er skýrt í skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Í skýrslunni kemur fram að flóttamönnum hafi fjölgað um sex milljónir frá ársbyrjun til ársloka 2013. Mestan þátt í þessari fjölgun á borgarastyrjöldin í Sýrlandi, en alls hafa 2,5 milljónir Sýrlendinga hrakist úr landi vegna átakanna og 6,5 milljónir að auki eru á flótta innan landamæranna. Alls eru því níu milljónir Sýrlendinga, eða meira en þriðjungur þjóðarinnar, á flótta vegna borgarastyrjaldarinnar. Töluverður fjöldi fólks hefur einnig hrakist að heiman í Afríkuríkjum á síðasta ári. Einkum munar þar um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu og svo undir lok ársins í Suður-Súdan.Þrír meginhópar flóttamanna Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þrjá meginhópa flóttamanna. Hinir eiginlegu flóttamenn, sem svo eru skilgreindir í skýrslum, eru 16,7 milljónir. Þeir hafa allir hrakist úr landi. Til viðbótar þeim kemur fólk sem er á flótta innan eigin landamæra, en þetta er fjölmennasti hópurinn. Alls voru 33,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi í lok síðasta árs. Oft eiga hjálparstofnanir erfiðast með að koma þessum hópi til aðstoðar, því hann er að stórum hluta fastur innan átakasvæða. Þriðji hópurinn er svo hælisleitendur, en þeir voru 1,1 milljón í lok ársins.Flóttafólk á Filippseyjum Kona á sjötugsaldri gefur barnabarni sínu mat í flóttamannabúðum á Filippseyjum. Fjölskyldan hraktist að heiman eftir að átök brutust út í Maguindanao-héraði. Hún segir að einu sinni á dag sé matarskammti úthlutað.Mynd/UNHCRVandinn orðinn illviðráðanlegur Samtals eru þetta 51,2 milljónir manna. Fjöldinn er orðinn það mikill að Flóttamannastofnunin á orðið í mestu erfiðleikum með að ráða við vandann. Verulega reynir þar á styrktaraðila stofnunarinnar. Stór hluti byrðarinnar hefur lent á þeim löndum sem eru í næsta nágrenni við helstu átakasvæði heims. Geta þeirra til að hýsa flóttafólk er oft harla takmörkuð. Fjölmennustu hópar flóttamanna eru Afganar, Sýrlendingar og Sómalar, en samtals eru þeir um helmingur allra flóttamanna í heiminum. Þau lönd sem hafa tekið við flestum flóttamönnum undanfarið eru Pakistan, Íran og Líbanon.Í flóttamannabúðum í Búrkína Fasó Þessi kona frá Malí hefur fundið skjól í flóttamannabúðunum Sag-Nionogo í Búrkína Fasó. Þar eru þúsundir manna sem hröktust að heiman vegna ofbeldismanna í norðanverðu Malí.Mynd/UNHCR Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Alls voru 51,2 milljónir manna á flótta á heimsvísu um síðustu áramót. Þetta er í fyrsta sinn frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar sem fjöldi flóttamanna fer yfir 50 milljónir. Frá þessu er skýrt í skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Í skýrslunni kemur fram að flóttamönnum hafi fjölgað um sex milljónir frá ársbyrjun til ársloka 2013. Mestan þátt í þessari fjölgun á borgarastyrjöldin í Sýrlandi, en alls hafa 2,5 milljónir Sýrlendinga hrakist úr landi vegna átakanna og 6,5 milljónir að auki eru á flótta innan landamæranna. Alls eru því níu milljónir Sýrlendinga, eða meira en þriðjungur þjóðarinnar, á flótta vegna borgarastyrjaldarinnar. Töluverður fjöldi fólks hefur einnig hrakist að heiman í Afríkuríkjum á síðasta ári. Einkum munar þar um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu og svo undir lok ársins í Suður-Súdan.Þrír meginhópar flóttamanna Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þrjá meginhópa flóttamanna. Hinir eiginlegu flóttamenn, sem svo eru skilgreindir í skýrslum, eru 16,7 milljónir. Þeir hafa allir hrakist úr landi. Til viðbótar þeim kemur fólk sem er á flótta innan eigin landamæra, en þetta er fjölmennasti hópurinn. Alls voru 33,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi í lok síðasta árs. Oft eiga hjálparstofnanir erfiðast með að koma þessum hópi til aðstoðar, því hann er að stórum hluta fastur innan átakasvæða. Þriðji hópurinn er svo hælisleitendur, en þeir voru 1,1 milljón í lok ársins.Flóttafólk á Filippseyjum Kona á sjötugsaldri gefur barnabarni sínu mat í flóttamannabúðum á Filippseyjum. Fjölskyldan hraktist að heiman eftir að átök brutust út í Maguindanao-héraði. Hún segir að einu sinni á dag sé matarskammti úthlutað.Mynd/UNHCRVandinn orðinn illviðráðanlegur Samtals eru þetta 51,2 milljónir manna. Fjöldinn er orðinn það mikill að Flóttamannastofnunin á orðið í mestu erfiðleikum með að ráða við vandann. Verulega reynir þar á styrktaraðila stofnunarinnar. Stór hluti byrðarinnar hefur lent á þeim löndum sem eru í næsta nágrenni við helstu átakasvæði heims. Geta þeirra til að hýsa flóttafólk er oft harla takmörkuð. Fjölmennustu hópar flóttamanna eru Afganar, Sýrlendingar og Sómalar, en samtals eru þeir um helmingur allra flóttamanna í heiminum. Þau lönd sem hafa tekið við flestum flóttamönnum undanfarið eru Pakistan, Íran og Líbanon.Í flóttamannabúðum í Búrkína Fasó Þessi kona frá Malí hefur fundið skjól í flóttamannabúðunum Sag-Nionogo í Búrkína Fasó. Þar eru þúsundir manna sem hröktust að heiman vegna ofbeldismanna í norðanverðu Malí.Mynd/UNHCR
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira