Innlent

Lenti utan vegar vestan við Grundar­fjörð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Engin slys urðu á fólki þegar bíllinn rann út af veginum í nótt.
Engin slys urðu á fólki þegar bíllinn rann út af veginum í nótt. Aðsend

Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag.

„Við fengum tilkynningu klukkan hálf þrjú í nótt. Hann fer útaf, við vitum ekki af hverju, og endar ofan í sprænu,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Ökumaðurinn hafi verið einn í bílnum og hafi hlotið minniháttar áverka.

„Hann fékk kúlu á hausinn. Það var hringt á sjúkrabíl og það var kíkt á hann, en þetta var ekkert alvarlegt.“

Ökumaðurinn hafi verið á ferðalagi um Snæfellsneið og mögulega runnið út af vegna hálku.

Lögregla hafi farið aftur á vettvang síðdegis í dag til að draga bílinn úr læknum með aðstoð kranabíls.

Lögreglan við störf í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×