Lífið

Neglur í stíl við sólbrúnkuna í sumar

Marín Manda skrifar
Catherine Côté, eigandi naglastofunnar Rainbow Nails, fræðir lesendur um naglatískuna í sumar.

„Í sumar snýst naglatískan um að blanda saman litum og munstrum. Ljósir neonlitir eru vinsælir en gulur, appelsínugulur og bleikur eru fullkomnir litir sem passa við sólbrúnkuna í sumar. Svo er hægt að skreyta neglurnar með glitrandi Swarovski-steinum svo þú líkist einna helst prinsessu,“ segir Catherine Côté, eigandi Rainbow Nails á Skeggjagötu 10.

„Möguleikarnir eru endalausir í naglalistinni. Sailor-þema, blönduð hönnun, grafísk mynstur og prentuð blóm eru mjög vinsæl um þessar mundir. Einnig eru pastel, coral og nude mjög fallegir og kvenlegir fyrir fínni tilefni. Mikilvægast er að fá eitthvað sem endurspeglar þinn eigin stíl og þú getur borið lengur,“ segir Catherine.

Fyrir frekari naglainnblástur er hægt að skoða rainbownails_ á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.