Lífið

Hættulegasta kassamerkið á internetinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Miley Cyrus.
Miley Cyrus.
Stórhættulegt æði hefur gripið um sig í heiminum þar sem ökumenn taka sjálfsmyndir, eða „selfie“, af sér við akstur og merkja þær á samfélagsmiðlinum Instagram með kassamerkinu #drivingselfie.

Mikið „selfie“-æði hefur gripið um sig eftir að Óskarskynnirinn Ellen DeGeneres tók myndina frægu á hátíðinni sem er sú mynd sem oftast hefur verið endurtíst. Ekki bætir úr skák að stjörnurnar taka þátt í því að halda kassamerkinu #drivingselfie gangandi – þar á meðal ungstirnið Miley Cyrus.

Niðurstöður könnunar á vegum confused.com þar sem úrtakið var tvö þúsund ökumenn:

11% ökumannajáta að taka sjálfsmyndir undir stýri þrátt fyrir hættuna sem því fylgir.

18-24 ára ökumenn eru í meirihluta þeirra sem taka sjálfsmyndir undir stýri.

18-24 ára ökumenn eru tvisvar sinnum líklegri til að kíkja á samfélagsmiðla undir stýri en aðrir aldurshópar.

9% skrá sig inn á forritið Snapchat undir stýri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.