„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna segir Framsókn ekki ætla að draga neitt til baka. Fréttablaðið/Arnþór „Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira