Lífið

Svala á forsíðu Dark Beauty Magazine

Marín Manda skrifar
Svala Björgvins er glæsileg  í gullkjól en hún sá sjálf um stíliseringuna.
Svala Björgvins er glæsileg í gullkjól en hún sá sjálf um stíliseringuna.
Svala Björgvinsdóttir er ævintýraleg á forsíðu nýjasta tölublaðs bandaríska tískutímaritsins.

Topher Adams, ritstjóri tískutímaritsins Dark Beauty Magazine er mikill Steed Lord-aðdáandi, og hann bað okkur um að vera á forsíðunni og í viðtali. Hann er sjálfur ljósmyndari svo hann tók allar myndirnar,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona sem prýðir nýjasta tölublað bandaríska tískutímaritsins.

Dark Beauty Magazine er tímarit sem kemur út mánaðarlega og fjallar um tísku, tónlist, fatahönnuði, leikara og söngvara sem eru nýir og ferskir á markaðnum og þora að stíga út fyrir rammann.

Hljómsveitin Steed Lord fellur einmitt í þennan hóp en það er ekki hægt að segja annað en að myndin af Svölu sé ævintýraleg. 

„Ég stíliseraði sjálfa mig en Eddi og Einar sáu um sína stíliseringu. Myndatakan fór fram leikhúsinu Los Angeles Theatre í miðborg LA en það var byggt í kringum 1927 og er brjálæðislega flott,“ segir Svala.

Hægt er að skoða myndirnar nánar á Facebook-síðu blaðsins eða á issuu.com/darkbeautymag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.