„Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2014 13:30 Erna segir að margt brenni á fólki sem komið er yfir miðjan aldur. „Þessi vefsíða hefur það fyrst og fremst að markmiði að fjalla um líf og störf þess fólks sem komið er yfir miðjan aldur,“ segir Erna Indriðadóttir, ritstjóri og stofnandi vefsíðunnar Lifðu núna, sem var opnuð á fimmtudag. „Fólki í þessum hópi fjölgar stöðugt og ef miðað er við fólk 55 og eldra telur hópurinn um 78 þúsund manns. Bara á næstu fimmtán árum á eftir að fjölga í honum um 35 þúsund manns. Þetta æviskeið er frábrugðið því sem lífið er þegar maður er um þrítugt og jafnvel fertugt. Mér fannst ekki óskaplega mikið fjallað um líf og störf fólks sem komið er yfir miðjan aldur og mig langaði að taka þátt í að efla þessa umræðu. Ég er fullviss um að fjölgun í eldri aldurshópum í samfélaginu mun leiða af sér gríðarlegar breytingar og við verðum að vera meðvituð um það,“ bætir Erna við. Á vefsíðunni er að finna blöndu af fróðleik, fréttum og afþreyingu og segir Erna síðuna vera eins konar tímarit á vefnum þar sem hún tekur fyrir mál sem hún telur að séu athyglisverð og að þessi hópur hafi sérstakan áhuga á. Hún tileinkar móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, síðuna. „Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu. Hún er í dag komin á níræðisaldur og hleypur út um allan bæ, lærir ensku, fer í leikhús, syndir og er alveg klingjandi klár í kollinum. Hún er minn helsti ráðgjafi í lífinu og mér fannst tilvalið að tileinka henni þessa síðu,“ segir Erna. Hún hefur fengið góð viðbrögð við síðunni. „Það er mjög margt sem brennur á þessum hópi og ég verð vör við að fólki finnst einmitt hafa vantað umfjöllun um þessi mál.“ Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Þessi vefsíða hefur það fyrst og fremst að markmiði að fjalla um líf og störf þess fólks sem komið er yfir miðjan aldur,“ segir Erna Indriðadóttir, ritstjóri og stofnandi vefsíðunnar Lifðu núna, sem var opnuð á fimmtudag. „Fólki í þessum hópi fjölgar stöðugt og ef miðað er við fólk 55 og eldra telur hópurinn um 78 þúsund manns. Bara á næstu fimmtán árum á eftir að fjölga í honum um 35 þúsund manns. Þetta æviskeið er frábrugðið því sem lífið er þegar maður er um þrítugt og jafnvel fertugt. Mér fannst ekki óskaplega mikið fjallað um líf og störf fólks sem komið er yfir miðjan aldur og mig langaði að taka þátt í að efla þessa umræðu. Ég er fullviss um að fjölgun í eldri aldurshópum í samfélaginu mun leiða af sér gríðarlegar breytingar og við verðum að vera meðvituð um það,“ bætir Erna við. Á vefsíðunni er að finna blöndu af fróðleik, fréttum og afþreyingu og segir Erna síðuna vera eins konar tímarit á vefnum þar sem hún tekur fyrir mál sem hún telur að séu athyglisverð og að þessi hópur hafi sérstakan áhuga á. Hún tileinkar móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, síðuna. „Móðir mín hefur verið mín helsta fyrirmynd og hvatning í lífinu. Hún er í dag komin á níræðisaldur og hleypur út um allan bæ, lærir ensku, fer í leikhús, syndir og er alveg klingjandi klár í kollinum. Hún er minn helsti ráðgjafi í lífinu og mér fannst tilvalið að tileinka henni þessa síðu,“ segir Erna. Hún hefur fengið góð viðbrögð við síðunni. „Það er mjög margt sem brennur á þessum hópi og ég verð vör við að fólki finnst einmitt hafa vantað umfjöllun um þessi mál.“
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira