Lífið

Rappaði við reggíið

Unnsteinn Manuel Stefánsson, Retró Stefson, tónlistarmaður
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Retró Stefson, tónlistarmaður
Það var heldur betur stuð í nafnlausu listastúdíói úti á Granda um helgina þar sem svonefndir Grandabræður héldu árlegu Happy Festival-hátíðina sem mikill metnaður þykir lagður í og ekki var dagskráin af verri endanum.

Alveg frá klukkan átta á laugardagskvöldinu og fram yfir hádegi á sunnudag var þéttskipuð dagskrá tónlistar- og skemmtiatriða.

Var það reggíhljómsveitin Ojba Rasta sem fór á svið klukkan 05.30 við mikinn fögnuð viðstaddra og gerði Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari Retro Stefson, sér lítið fyrir og stökk upp á sviðið ásamt Ojba Rasta þar sem hann rappaði við reggíið viðstöddum til ómældrar ánægju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.