Lífið

Skáluðu á Nauthól

Tinna Gunnlaugsdóttir.
Tinna Gunnlaugsdóttir. Vísir/EÓL
Það var góð stemning á Nauthól í gær þegar Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hélt upp á sextugsafmæli sitt.

Fjölmennt var í stórafmælinu og þar mátti meðal annars sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Svein Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, Hilmi Snæ Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson ásamt fleiri leikurum Þjóðleikhússins, leikstjórann Baltasar Kormák, Hallgrím Helgason og Jakob Frímann Magnússon.

Sonur Tinnu, Gunnlaugur Egilsson, er sagður hafa slegið í gegn með dansverki tileinkuðu móður sinni. Tríó Björns Thoroddsen lék fyrir gesti og greip Egill Ólafsson oftar en einu sinni í míkrófóninn og söng til Tinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.