„Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. júní 2014 22:14 Fórnarlömb kynferðislegrar misbeitingar í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot gegn þeim. Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur málinu lokið af hálfu kirkjunnar. Nokkur fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot sem voru framin gegn þeim þegar þau gengu í Landakotsskóla. Erindi þar að lútandi er á leið til Páfagarðs. Fólkið telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. „Þessi mál snúast ekki einungis um sanngirnisbætur heldur snúast þau fyrst og fremst um að kaþólska kirkjan viðurkenni þessi brot og biðji þolendurna opinberlega afsökunar,“ segir Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður eins af fórnarlömbunum. Kaþólska kirkjan á Íslandi rak Landakotsskóla þegar brotin voru framin. Nemendur hafa lýst grófu andlegu- og kynferðislegu ofbeldi sem þau urðu fyrir af hendi skólastjórans, séra George, og kennslukonunnar Margrétar Müller frá árinu 1959 til ársins 1984. Það tók kaþólsku kirkjuna rúm þrjú ár að skoða mál þeirra 17 sem leituðu til hennar og greindu frá ofbeldi sem þau urðu fyrir. Um miðjan nóvember í fyrra sagði Fagráð kaþólsku kirkjunnar í tilkynningu að það áliti kaþólsku kirkjuna ekki bótaskylda nema í einu tilviki.Martin EyjólfssonÞrátt fyrir að kirkjan teldi sig ekki bótaskylda var ákveðið að greiða nokkrum þolendum bætur. Bæturnar sem fólk fékk voru frá 82 þúsund krónum upp í 300 þúsund. Opinber afsökunarbeiðni kaþólsku kirkjunnar fylgdi ekki. Fjöldi manns hefur gagnrýnt kirkjuna fyrir viðbrögð hennar. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Vatíkaninu, hefur rætt við æðstu embættismenn um hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi hefur tekið á málum einstaklinganna. Martin greindi Pétri Bürcher, kaþólska biskupnum á Íslandi, frá þessum viðræðum í febrúar en biskup telur málinu lokið af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.Ragnar Geir Brynjólfsson.Mörgum innan kaþólska safnaðarins þykir bæturnar of lágar og vilja að kirkjan endurskoði málið. Einn þeirra er Ragnar Geir Brynjólfsson sem tilheyrir kaþólska söfnuðinum á Selfossi. „Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð,“ segir Ragnar. Bürcher biskup verði að ná sáttum við þá sem segjast hafa sætt ofbeldi. Ragnar segir sanngirnisbæturnar, sem voru boðnar, séu of lágar. Þær dygðu ekki fyrir sálfræðimeðferð sem gæti þó bætt líðan fólksins. Ragnar segir að það verði að ræða bætur fyrir miska sem fólkið telur sig hafa orðið fyrir. „Til að fjármagna bætur sem væru byggðar á einhverri sanngirni gæti kirkjan hugsanlega selt húseignir, til dæmis húseign Landakotsskóla eða einverjar aðrar fasteignir sínar,“ segir Ragnar Geir. Fréttablaðið sendi kaþólska biskupnum á Íslandi fyrirspurn um hvort það komi til greina að hækka bætur til þolendanna og jafnframt um hvort það komi til greina að selja eignir og nota andvirðið til að greiða þolendum bætur. Í svari sem barst fyrir hönd Bürchers biskups segir meðal annars að þeim sem lýstu kröfu til Fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi verið sent persónulegt bréf frá biskupi þar sem hann baðst persónulega afsökunar. Þá hafi stjórn kirkjunnar ákveðið að greiða út frjáls framlög, umfram skyldu. „Hér skal áréttað að hvorki var um að ræða greiðslu miska- né sanngirnisbóta heldur var um að ræða frjáls framlög af hálfu kirkjunnar,“ segir í svarinu.Þarf lagabreytingu fyrir Landakotsbörn Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.Gríðarlegur munur á sanngirnisbótum Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Nokkur fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot sem voru framin gegn þeim þegar þau gengu í Landakotsskóla. Erindi þar að lútandi er á leið til Páfagarðs. Fólkið telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. „Þessi mál snúast ekki einungis um sanngirnisbætur heldur snúast þau fyrst og fremst um að kaþólska kirkjan viðurkenni þessi brot og biðji þolendurna opinberlega afsökunar,“ segir Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður eins af fórnarlömbunum. Kaþólska kirkjan á Íslandi rak Landakotsskóla þegar brotin voru framin. Nemendur hafa lýst grófu andlegu- og kynferðislegu ofbeldi sem þau urðu fyrir af hendi skólastjórans, séra George, og kennslukonunnar Margrétar Müller frá árinu 1959 til ársins 1984. Það tók kaþólsku kirkjuna rúm þrjú ár að skoða mál þeirra 17 sem leituðu til hennar og greindu frá ofbeldi sem þau urðu fyrir. Um miðjan nóvember í fyrra sagði Fagráð kaþólsku kirkjunnar í tilkynningu að það áliti kaþólsku kirkjuna ekki bótaskylda nema í einu tilviki.Martin EyjólfssonÞrátt fyrir að kirkjan teldi sig ekki bótaskylda var ákveðið að greiða nokkrum þolendum bætur. Bæturnar sem fólk fékk voru frá 82 þúsund krónum upp í 300 þúsund. Opinber afsökunarbeiðni kaþólsku kirkjunnar fylgdi ekki. Fjöldi manns hefur gagnrýnt kirkjuna fyrir viðbrögð hennar. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Vatíkaninu, hefur rætt við æðstu embættismenn um hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi hefur tekið á málum einstaklinganna. Martin greindi Pétri Bürcher, kaþólska biskupnum á Íslandi, frá þessum viðræðum í febrúar en biskup telur málinu lokið af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.Ragnar Geir Brynjólfsson.Mörgum innan kaþólska safnaðarins þykir bæturnar of lágar og vilja að kirkjan endurskoði málið. Einn þeirra er Ragnar Geir Brynjólfsson sem tilheyrir kaþólska söfnuðinum á Selfossi. „Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð,“ segir Ragnar. Bürcher biskup verði að ná sáttum við þá sem segjast hafa sætt ofbeldi. Ragnar segir sanngirnisbæturnar, sem voru boðnar, séu of lágar. Þær dygðu ekki fyrir sálfræðimeðferð sem gæti þó bætt líðan fólksins. Ragnar segir að það verði að ræða bætur fyrir miska sem fólkið telur sig hafa orðið fyrir. „Til að fjármagna bætur sem væru byggðar á einhverri sanngirni gæti kirkjan hugsanlega selt húseignir, til dæmis húseign Landakotsskóla eða einverjar aðrar fasteignir sínar,“ segir Ragnar Geir. Fréttablaðið sendi kaþólska biskupnum á Íslandi fyrirspurn um hvort það komi til greina að hækka bætur til þolendanna og jafnframt um hvort það komi til greina að selja eignir og nota andvirðið til að greiða þolendum bætur. Í svari sem barst fyrir hönd Bürchers biskups segir meðal annars að þeim sem lýstu kröfu til Fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi verið sent persónulegt bréf frá biskupi þar sem hann baðst persónulega afsökunar. Þá hafi stjórn kirkjunnar ákveðið að greiða út frjáls framlög, umfram skyldu. „Hér skal áréttað að hvorki var um að ræða greiðslu miska- né sanngirnisbóta heldur var um að ræða frjáls framlög af hálfu kirkjunnar,“ segir í svarinu.Þarf lagabreytingu fyrir Landakotsbörn Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.Gríðarlegur munur á sanngirnisbótum Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira