Lífið

Halla giftir sig í Kólumbíu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Halla og Harry á toppi Kilimanjaro.
Halla og Harry á toppi Kilimanjaro. Mynd/úr einkasafni
Leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir ætlar að ganga að eiga sinn heittelskaða, Harry Koppel, í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, í desember. Halla er búin að finna brúðarkjólinn en slær ekki slöku við í fjallamennskunni þótt brúðkaup sé í vændum.

„Planið er að fara á Elbrus, hæsta tind Evrópu, í ágúst til að bæta fjórða af sjö tindunum við. Þá er ég búin með meirihlutann af þeim,“ segir Halla.

Hún náði á topp Vinson Massif á Suðurskautslandi á aðfangadag en áður hafði hún náð á toppinn á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku.

Halla er eftirsótt fyrirsæta í London þar sem hún er búsett.

Tengdar fréttir

Á Suðurskautinu á aðfangadag

Halla Vilhjálmsdóttir heldur til Suðurskautsins í dag að ganga á hæsta tind skautsins, Vinson Massif.

Fjallakonur hittust fyrir tilviljun

Fjallgöngugarparnir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona hittust fyrir tilviljun í Chile í gær en þær eru báðar á leið upp á hæsta tind Suðurskautslandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×