Íslendingasögurnar þýddar í heild sinni Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Þeir Jon Gunnar Jørgensen (til vinstri) og Jóhann Sigurðsson fylgdust spenntir með þegar prentun á norsku þýðingunni á Íslendingasögunum lauk í gær. Fréttablaðið/Stefán „Við erum spennt eins og krakkar á jólunum,“ segir Jon Gunnar Jørgensen. Hann beið þess spenntur í gær að sjá nýprentaða norska þýðingu Íslendingasagnanna í prentsmiðjunni Odda. Sænsk þýðing sagnanna ásamt danskri rennur út úr prentsmiðjunni í kjölfar þeirrar norsku. Á mánudag kemur út í fyrsta skipti heildarútgáfa Íslendingasagnanna á norsku, sænsku og dönsku, en Jon Gunnar er ritstjóri norskrar útgáfu þýðingarinnar. „Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta hefur verið stórkostlega gaman því þegar maður leitar til fólks til að fá aðstoð við að gera eitthvað fyrir sögurnar fær maður svo góð viðbrögð,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann hóf undirbúning verkefnisins árið 2006. Jóhann hafði áður gefið út enska þýðingu Íslendingasagnanna, og segir að þegar þeirri útgáfu hafi verið lokið hafi legið beint við að snúa sér að hinum norðurlandamálunum. „Sögurnar hafa skipt miklu máli á Norðurlöndunum í hundruð ára, og þær notið virðingar og verið rannsakaðar af fræðimönnum.“ Undir það tekur Jon Gunnar. „Ég fann það strax þegar við byrjuðum að það var mikill áhugi fyrir þessu verkefni. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og við höfum fengið góða styrki til að standa undir kostnaði við þýðinguna. Sögurnar hafa haft mikil áhrif á norskt menningarlíf og fólk þekkir þær, þó fyrst og fremst Heimskringlu.“ Jon Gunnar segir að þýðendur í löndunum þremur hafi haft með sér ákveðið samstarf, þó verkið hafi verið unnið sjálfstætt í hverju landi. Þeir hafi glímt við svipuð vandamál. „Kvæðin eru sérstaklega erfið, enda eru þau líka torskilin fyrir Íslendinga. Við þurftum að ákveða hvort við myndum þýða þau þannig að þau líktust sem mest upprunalegum texta skáldsins, eða hvort við myndum þýða þau þannig að nútímafólk gæti skilið þau,“ segir Jon Gunnar. Norsku þýðendurnir völdu síðari leiðina, en þeir dönsku reyndu að halda sig nær upprunalega textanum. Ekki var reynt að þýða sögurnar á finnsku. „Sögurnar hafa ekki sams konar hefð í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jon Gunnar. Þá bendir hann á að erfitt hefði getað verið að finna nægilega mikið af hæfum sérfræðingum til að þýða sögurnar úr íslensku á finnsku.Styrkir duga fyrir kostnaði við þýðingarAllar Íslendingasögurnar 40, auk 49 þátta, voru þýddar á norsku, dönsku og sænsku.Prentuð verða 2.000 eintök af sögunum á hverju tungumáli.Útgáfan er um 2.500 síður, en samtals þurfti að þýða um 8.400 blaðsíður fyrir útgáfuna á tungumálunum þremur að öllu meðtöldu.Bækurnar eru prentaðar í Odda, og er þetta eitt viðamesta verkefni prentsmiðjunnar.Kostnaður við útgáfuna er um 250 milljónir króna. Styrkir hafa fengist hér á landi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er útgáfan að fullu fjármögnuð.Verkefnið hófst hjá Sögu forlagi árið 2006 og lýkur formlega með útgáfu bókanna þann 28. apríl.Hátt í 100 manns hafa unnið við ritstjórn, þýðingar og yfirlestur.Miklar kröfur voru gerðar til læsileika og nákvæmni þýðinganna, og voru virt skáld og rithöfundar í löndunum þremur fengin til að lesa yfir og leggja til breytingar á orðalagi.Þjóðhöfðingjar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar rita formála í bækurnar.Flytur Danadrottningu drápu „Þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn, sem hefur ort drápu til Danadrottningar að fornum hætti, fara í höllina þar sem drottningin mun taka á móti okkur og hlýða á drápuna,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann segir þetta þakklætisvott til dönsku þjóðarinnar fyrir rausnarleg framlög, og að til standi að flytja konungum Noregs og Svíþjóðar drápur síðar. „Það verður stór stund að endurvekja þúsund ára gamla hefð. Drápan er algert snilldarverk, við erum búnir að sjá hana,“ segir Jóhann. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Við erum spennt eins og krakkar á jólunum,“ segir Jon Gunnar Jørgensen. Hann beið þess spenntur í gær að sjá nýprentaða norska þýðingu Íslendingasagnanna í prentsmiðjunni Odda. Sænsk þýðing sagnanna ásamt danskri rennur út úr prentsmiðjunni í kjölfar þeirrar norsku. Á mánudag kemur út í fyrsta skipti heildarútgáfa Íslendingasagnanna á norsku, sænsku og dönsku, en Jon Gunnar er ritstjóri norskrar útgáfu þýðingarinnar. „Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta hefur verið stórkostlega gaman því þegar maður leitar til fólks til að fá aðstoð við að gera eitthvað fyrir sögurnar fær maður svo góð viðbrögð,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann hóf undirbúning verkefnisins árið 2006. Jóhann hafði áður gefið út enska þýðingu Íslendingasagnanna, og segir að þegar þeirri útgáfu hafi verið lokið hafi legið beint við að snúa sér að hinum norðurlandamálunum. „Sögurnar hafa skipt miklu máli á Norðurlöndunum í hundruð ára, og þær notið virðingar og verið rannsakaðar af fræðimönnum.“ Undir það tekur Jon Gunnar. „Ég fann það strax þegar við byrjuðum að það var mikill áhugi fyrir þessu verkefni. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og við höfum fengið góða styrki til að standa undir kostnaði við þýðinguna. Sögurnar hafa haft mikil áhrif á norskt menningarlíf og fólk þekkir þær, þó fyrst og fremst Heimskringlu.“ Jon Gunnar segir að þýðendur í löndunum þremur hafi haft með sér ákveðið samstarf, þó verkið hafi verið unnið sjálfstætt í hverju landi. Þeir hafi glímt við svipuð vandamál. „Kvæðin eru sérstaklega erfið, enda eru þau líka torskilin fyrir Íslendinga. Við þurftum að ákveða hvort við myndum þýða þau þannig að þau líktust sem mest upprunalegum texta skáldsins, eða hvort við myndum þýða þau þannig að nútímafólk gæti skilið þau,“ segir Jon Gunnar. Norsku þýðendurnir völdu síðari leiðina, en þeir dönsku reyndu að halda sig nær upprunalega textanum. Ekki var reynt að þýða sögurnar á finnsku. „Sögurnar hafa ekki sams konar hefð í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jon Gunnar. Þá bendir hann á að erfitt hefði getað verið að finna nægilega mikið af hæfum sérfræðingum til að þýða sögurnar úr íslensku á finnsku.Styrkir duga fyrir kostnaði við þýðingarAllar Íslendingasögurnar 40, auk 49 þátta, voru þýddar á norsku, dönsku og sænsku.Prentuð verða 2.000 eintök af sögunum á hverju tungumáli.Útgáfan er um 2.500 síður, en samtals þurfti að þýða um 8.400 blaðsíður fyrir útgáfuna á tungumálunum þremur að öllu meðtöldu.Bækurnar eru prentaðar í Odda, og er þetta eitt viðamesta verkefni prentsmiðjunnar.Kostnaður við útgáfuna er um 250 milljónir króna. Styrkir hafa fengist hér á landi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er útgáfan að fullu fjármögnuð.Verkefnið hófst hjá Sögu forlagi árið 2006 og lýkur formlega með útgáfu bókanna þann 28. apríl.Hátt í 100 manns hafa unnið við ritstjórn, þýðingar og yfirlestur.Miklar kröfur voru gerðar til læsileika og nákvæmni þýðinganna, og voru virt skáld og rithöfundar í löndunum þremur fengin til að lesa yfir og leggja til breytingar á orðalagi.Þjóðhöfðingjar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar rita formála í bækurnar.Flytur Danadrottningu drápu „Þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn, sem hefur ort drápu til Danadrottningar að fornum hætti, fara í höllina þar sem drottningin mun taka á móti okkur og hlýða á drápuna,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann segir þetta þakklætisvott til dönsku þjóðarinnar fyrir rausnarleg framlög, og að til standi að flytja konungum Noregs og Svíþjóðar drápur síðar. „Það verður stór stund að endurvekja þúsund ára gamla hefð. Drápan er algert snilldarverk, við erum búnir að sjá hana,“ segir Jóhann.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira