Förgun salernisrusls kostar 32 milljónir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:07 Hér sést rusl sem síað hefur verið frá skólpinu. fréttablaðið/vilhelm Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orkuveitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfaldast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá.Eiríkur HjálmarssonAð sögn Eiríks sturta Íslendingar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðuhluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálfskaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bómullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur„Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira