Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir fráleitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. Fréttablaðið/Daníel „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira