3.840 Íslendingar greindir á einhverfurófi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 09:24 Ragnhildur Ágústsdóttir með sonum sínum, Jóni Ágústi (7 ára) og viktori Inga (4 ára) Júlíussonum. Þau klæðast bláu í tilefni af alþjóðadegi einhverfu á morgun. vísir/daníel Það er til orðatiltæki sem lýsir einhverfum einstaklingum vel. „Ef þú þekkir einn með einhverfu, þá þekkir þú einn með einhverfu.“ Ragnhildur Ágústsdóttir tekur svo sannarlega undir þessi orð en hún á tvo drengi sem báðir eru greindir með dæmigerða einhverfu. Hún segir þá vera eins og svart og hvítt. „Þeir eiga greininguna sameiginlega og þeir eru báðir með málþroskaröskun. Annars gætu þeir ekki verið ólíkari,“ segir Ragnhildur. Hún segir syni sína vera gott dæmi um hve einhverfir einstaklingar eru ólíkir en í samfélaginu séu uppi staðalmyndir um einhverfa sem eigi ekki við rök að styðjast. „Fólk heldur að einhverfir geti aldrei horft í augun á fólki, vilji ekki snertingu, séu með sérgáfu á einhverju einu sviði og geti ekki átt samskipti. Ég fæ til að mynda margoft að heyra spurninguna „máttu alveg knúsa hann?“ um litlu kelirófuna mína. Ragnhildur segir það hafa verið mikið áfall þegar drengirnir fengu greiningu en fljótlega áttaði hún sig á því að ekkert væri breytt, þetta væru sömu börnin. „Þetta var tvöföld gusa því þegar við áttuðum okkur á einkennum eldri stráksins þá vissum við að sá yngri væri líka einhverfur. En við maðurinn minn tókum þá ákvörðun að lifa í núinu og hugsa ekki látlaust um hvað framtíðin ber í skauti sér. Við reynum að veita þeim eins mikla aðstoð og við getum og svo verður að koma í ljós hvað verður. Maður lærir að vera æðrulaus.“ Ragnhildur og drengirnir tveir ætla að vera í bláum fötum alla vikuna vegna alþjóðadags einhverfu sem er á morgun. Um allan heim verður dagurinn haldinn hátíðlegur með því að lýsa byggingar og önnur þekkt kennileiti í bláum lit. Á Íslandi verða meðal annars Harpa, Háskóli Íslands, Höfði og Hallgrímskirkja lýst upp í bláu í tilefni dagsins. Ragnhildur er formaður styrktarfélags barna með einhverfu sem stendur fyrir söfnun þessa vikuna, til að safna fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu. Á facebook-síðu félagsins má finna nánari upplýsingar og söfnunarsíminn er: 902-1010Evald Sæmundsen, barnasálfræðingar á Greiningarstöð ríkisins, segir aukna þekkingu og stærra róf einhverfu vera ástæðu aukinnar greiningar á einhverfu.Af hverju greinast fleiri með einhverfu? Fyrir tuttugu árum var gerð íslensk rannsókn á tuttugu árgöngum, einstaklingum sem fæddir eru 1974-1993, og greindust þá 75 manns með einhverfu. Seinna var gerð rannsókn á eingöngu fimm árgöngum, 1994-1998, og þá greindust 267 manns með einhverfu. Í dag er talið að 1,2 prósent Íslendinga séu með einhverfurófsröskun, eða um 3.840 manns. Evald Sæmundsen, barnasálfræðingur á Greiningarstöð ríkisins, segir aukna þekkingu og stærra róf einhverfu vera ástæðu aukinnar greiningar á einhverfu. „Upp úr 1990 komu út nýjar skilgreiningar á greiningu á einhverfu og það er í fyrsta skipti sem Aspergersheilkenni kemur til sögunnar. Á sama tíma verða greiningartækin öflugri. Þar að auki eykst þekking á einhverfu á þessum tíma og á starfsemi mannsheilans. Allt þetta verður til þess að greiningar á einhverfu aukast til muna um allan heim,“ segir Evald. Á einhverfurófi er að finna einhverfu, ódæmigerða einhverfu, Aspergersheilkenni og vægari raskanir. Evald segir stuttu skýringuna vera röskun í taugaþroska sem veldur óvenjulegri heilastarfsemi. Einkenni einhverfu varða erfiðleika við félagsleg samskipti, mál- og tjáningarröskun, ofurviðkvæmni fyrir skynáreitum og ofuráhuga á einhverju sértæku sviði. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það er til orðatiltæki sem lýsir einhverfum einstaklingum vel. „Ef þú þekkir einn með einhverfu, þá þekkir þú einn með einhverfu.“ Ragnhildur Ágústsdóttir tekur svo sannarlega undir þessi orð en hún á tvo drengi sem báðir eru greindir með dæmigerða einhverfu. Hún segir þá vera eins og svart og hvítt. „Þeir eiga greininguna sameiginlega og þeir eru báðir með málþroskaröskun. Annars gætu þeir ekki verið ólíkari,“ segir Ragnhildur. Hún segir syni sína vera gott dæmi um hve einhverfir einstaklingar eru ólíkir en í samfélaginu séu uppi staðalmyndir um einhverfa sem eigi ekki við rök að styðjast. „Fólk heldur að einhverfir geti aldrei horft í augun á fólki, vilji ekki snertingu, séu með sérgáfu á einhverju einu sviði og geti ekki átt samskipti. Ég fæ til að mynda margoft að heyra spurninguna „máttu alveg knúsa hann?“ um litlu kelirófuna mína. Ragnhildur segir það hafa verið mikið áfall þegar drengirnir fengu greiningu en fljótlega áttaði hún sig á því að ekkert væri breytt, þetta væru sömu börnin. „Þetta var tvöföld gusa því þegar við áttuðum okkur á einkennum eldri stráksins þá vissum við að sá yngri væri líka einhverfur. En við maðurinn minn tókum þá ákvörðun að lifa í núinu og hugsa ekki látlaust um hvað framtíðin ber í skauti sér. Við reynum að veita þeim eins mikla aðstoð og við getum og svo verður að koma í ljós hvað verður. Maður lærir að vera æðrulaus.“ Ragnhildur og drengirnir tveir ætla að vera í bláum fötum alla vikuna vegna alþjóðadags einhverfu sem er á morgun. Um allan heim verður dagurinn haldinn hátíðlegur með því að lýsa byggingar og önnur þekkt kennileiti í bláum lit. Á Íslandi verða meðal annars Harpa, Háskóli Íslands, Höfði og Hallgrímskirkja lýst upp í bláu í tilefni dagsins. Ragnhildur er formaður styrktarfélags barna með einhverfu sem stendur fyrir söfnun þessa vikuna, til að safna fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu. Á facebook-síðu félagsins má finna nánari upplýsingar og söfnunarsíminn er: 902-1010Evald Sæmundsen, barnasálfræðingar á Greiningarstöð ríkisins, segir aukna þekkingu og stærra róf einhverfu vera ástæðu aukinnar greiningar á einhverfu.Af hverju greinast fleiri með einhverfu? Fyrir tuttugu árum var gerð íslensk rannsókn á tuttugu árgöngum, einstaklingum sem fæddir eru 1974-1993, og greindust þá 75 manns með einhverfu. Seinna var gerð rannsókn á eingöngu fimm árgöngum, 1994-1998, og þá greindust 267 manns með einhverfu. Í dag er talið að 1,2 prósent Íslendinga séu með einhverfurófsröskun, eða um 3.840 manns. Evald Sæmundsen, barnasálfræðingur á Greiningarstöð ríkisins, segir aukna þekkingu og stærra róf einhverfu vera ástæðu aukinnar greiningar á einhverfu. „Upp úr 1990 komu út nýjar skilgreiningar á greiningu á einhverfu og það er í fyrsta skipti sem Aspergersheilkenni kemur til sögunnar. Á sama tíma verða greiningartækin öflugri. Þar að auki eykst þekking á einhverfu á þessum tíma og á starfsemi mannsheilans. Allt þetta verður til þess að greiningar á einhverfu aukast til muna um allan heim,“ segir Evald. Á einhverfurófi er að finna einhverfu, ódæmigerða einhverfu, Aspergersheilkenni og vægari raskanir. Evald segir stuttu skýringuna vera röskun í taugaþroska sem veldur óvenjulegri heilastarfsemi. Einkenni einhverfu varða erfiðleika við félagsleg samskipti, mál- og tjáningarröskun, ofurviðkvæmni fyrir skynáreitum og ofuráhuga á einhverju sértæku sviði.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira