Ósátt við vinnubrögð ráðuneytis Freyr Bjarnason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Sveinn Arason hjá Ríkisendurskoðun er ósáttur við vinnubrögð forsætisráðuneytisins. Ríkisendurskoðun er ekki sátt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins við umdeilda úthlutun á 205 milljónum króna til verkefna víða um land sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. „Það hefur löngum verið okkar afstaða varðandi svona styrki og úthlutanir úr þeim að allir sjóðir sem eru með sama hætti á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta eiga að sæta sömu meðferð. Það þarf að gæta jafnræðis,“ segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, aðspurður. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að tæplega helmingur hinna 205 milljóna, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi forsætisráðherrans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Norðausturkjördæmis. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, bar fram fyrirspurn um úthlutunina á Alþingi. Hún segist ekki hafa fengið svör við því hvort gætt hafi verið jafnræðis. Hún hefur óskað eftir sérstakri umræðu um málið á Alþingi. Sveinn segir að allir eigi rétt á því að sækja um styrki úr sjóðum sem þessum. „Það á að vera fagnefnd sem metur umsóknirnar og setur verkefnin í þá röð sem hún telur vera æskilegust og brýnust. Ef nefndin tekur ekki sjálf endanlega ákvörðun, heldur ráðherra, þá á það að gerast á grundvelli slíkrar niðurröðunar. Öll frávik frá svona regluverki erum við mjög ósáttir við,“ segir hann. Spurður hvort Ríkisendurskoðun ætli að skoða málið nánar segir Sveinn stofnunina alltaf skoða allar fjárreiður ríkisstofnana eftir því sem mannskapur og tími leyfir. „Þegar við verðum varir við svona hluti, þegar menn eru að fara framhjá þessum hefðbundnu leikreglum, er eðlilegt að við horfum til þess. Væntanlega munum við grípa til einhverra fyrirspurna og ályktana í framhaldi af því, að gefnum svörum.“ Sveinn segir vinnubrögðin vera öðruvísi en hann hefur áður vanist. „En við höfum samt í gegnum tíðina verið að finna að því að menn séu að úthluta úr svona fjárveitingu ríkisins þar sem menn sitja ekki við sama borð. Það hefur áður komið fram í athugasemdum okkar við ráðuneytin.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Ríkisendurskoðun er ekki sátt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins við umdeilda úthlutun á 205 milljónum króna til verkefna víða um land sem lúta að húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. „Það hefur löngum verið okkar afstaða varðandi svona styrki og úthlutanir úr þeim að allir sjóðir sem eru með sama hætti á vegum stofnana ríkisins eða ráðuneyta eiga að sæta sömu meðferð. Það þarf að gæta jafnræðis,“ segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, aðspurður. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að tæplega helmingur hinna 205 milljóna, eða 97 milljónir, fer til verkefna í kjördæmi forsætisráðherrans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Norðausturkjördæmis. Styrkirnir voru ekki auglýstir og ekki kemur fram að í öllum tilvikum hafi verið úthlutað á grundvelli skriflegrar umsóknar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, bar fram fyrirspurn um úthlutunina á Alþingi. Hún segist ekki hafa fengið svör við því hvort gætt hafi verið jafnræðis. Hún hefur óskað eftir sérstakri umræðu um málið á Alþingi. Sveinn segir að allir eigi rétt á því að sækja um styrki úr sjóðum sem þessum. „Það á að vera fagnefnd sem metur umsóknirnar og setur verkefnin í þá röð sem hún telur vera æskilegust og brýnust. Ef nefndin tekur ekki sjálf endanlega ákvörðun, heldur ráðherra, þá á það að gerast á grundvelli slíkrar niðurröðunar. Öll frávik frá svona regluverki erum við mjög ósáttir við,“ segir hann. Spurður hvort Ríkisendurskoðun ætli að skoða málið nánar segir Sveinn stofnunina alltaf skoða allar fjárreiður ríkisstofnana eftir því sem mannskapur og tími leyfir. „Þegar við verðum varir við svona hluti, þegar menn eru að fara framhjá þessum hefðbundnu leikreglum, er eðlilegt að við horfum til þess. Væntanlega munum við grípa til einhverra fyrirspurna og ályktana í framhaldi af því, að gefnum svörum.“ Sveinn segir vinnubrögðin vera öðruvísi en hann hefur áður vanist. „En við höfum samt í gegnum tíðina verið að finna að því að menn séu að úthluta úr svona fjárveitingu ríkisins þar sem menn sitja ekki við sama borð. Það hefur áður komið fram í athugasemdum okkar við ráðuneytin.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira