Innlent

Stórskostlegar myndir af Gullna hringnum í frosti og frera

Straumur erlendra ferðamanna til Íslands á veturna hefur stóraukist á seinustu árum.

Til að mynda varð 37,8 prósenta fjölgun á komum hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á milli vetrarmánaða 2012 og 2013. Til samanburðar var aukningin einungis 14,4 prósenta á sumarmánuðum sömu ára. Heildaraukningin var því 20,7 prósent á milli ára.

„Ísland heillar, það er einfaldlega þannig,“ segir Elías Bj. Gíslason, ferðamálastjóri hjá Ferðamálastofu. Hann segir að 27 prósent ferðamanna sem sæki landið heim komi nú á veturna, en það sé töluvert meira en það sem áður þekktist.

Elías segir Gullna hringinn hafa einna mest aðdráttarafl fyrir þá sem sækja landið heim, hvort sem er á veturna eða á sumrin. Að auki skipti aukin landkynning á veturna miklu máli og ekki síður aukin samkeppni flugfélaga. Helstu áfangastaðirnir á Gullna hringnum eru Þingvellir, Gullfoss og Geysir. 

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari lagði leið sína um Gullna hringinn þar sem fjöldi erlendra ferðamanna varð á vegi hans. Í ferðinni tók hann þessar stórkostlegu myndir sem fylgja fréttinni. 

Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA
Vísir/GVA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×