Þingmaður spyr um öryggi í sjúkraflugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir segir einkennilegt að bæði ríkisfyrirtækið Isavia og Landhelgisgæslan eigi sjúkraflugvélar en að ríkið sé samt með samning við þriðja aðila um rekstur sjúkraflugs. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta snýst um að þessi þjónusta sé tryggð og að fólk búi ekki við falskt öryggi, haldi að það geti fengið vélar hvenær sem er og svo eru þær ekki tiltækar,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks, um fyrirspurn um sjúkraflug sem hún beinir til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Silja kveðst hafa heyrt í mörgu fólki um sjúkraflugið í kjördæmaviku á Suðurlandi í síðustu viku. „Viðbrögðin sem ég fékk voru þau að auðvitað ætti þetta að vera á einni hendi,“ segir Silja og vísar þar til hugmynda um að allt sjúkraflug í landinu verði á vegum Landhelgisgæslunnar. Eins og kunnugt er annast Mýflug sjúkraflug á stórum hluta landsins með flugvél sem gerð er út frá Akureyri.Ekki flugvél fyrir kvalinn mann Að sögn Silju ræddi hún sjúkraflugið við konu eina í Öræfasveit. „Maðurinn hennar veiktist hastarlega núna eftir áramótin. Hún hringdi til að biðja um sjúkraflug en það var engin flugvél laus. Hún spurði þá hvort ekki væri hægt að senda þyrlu frá Landhelgisgæslunni en fékk þau svör að það borgaði sig ekki. Hún ætti að keyra á móti sjúkrabíl sem hún gerði með manninn sárkvalinn í aftursætinu. Hann fór síðan í aðgerð á spítala í Reykjavík og er þar enn,“ segir Silja. Í fyrirspurn Silju er spurt hversu oft á árunum 2008 til 2013 sjúkraflugvél Mýflugs hafi ekki verið tiltæk þegar eftir henni var kallað og hversu marga daga í fyrra varaflugvélar Mýflugs hafi verið í útleigu erlendis eða bundnar í öðrum verkefnum. Einnig er spurt um hvenær megi vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt á einni hendi, það er hjá Landhelgisgæslunni. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið benda allar í eina átt; að það hljóti að vera hagkvæmara fyrir okkur að hafa sjúkraflugið á einni hendi. Þá finnst mér borðleggjandi að Landhelgisgæslan taki við þessu verkefni vegna þess að hún er með búnað og vel þjálfað starfsfólk,“ segir Silja, sem sjálf hefur lagt til flutning Landhelgisgæslunnar á einn stað; á Suðurnes. „En aðalatriðið er öryggið, og það snertir alla út um allt land. Er þessi þjónusta eins góð og við viljum að hún sé og við höldum að hún sé?“ spyr Silja sem bíður nú svara heilbrigðisráðherra. „Þegar komið er svar sjáum við hvort við búum við toppöryggi eða ekki. Eða eru fleiri en þessi kona að lenda í því að vélar eru ekki tiltækar þegar á þarf að halda?“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Þetta snýst um að þessi þjónusta sé tryggð og að fólk búi ekki við falskt öryggi, haldi að það geti fengið vélar hvenær sem er og svo eru þær ekki tiltækar,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks, um fyrirspurn um sjúkraflug sem hún beinir til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Silja kveðst hafa heyrt í mörgu fólki um sjúkraflugið í kjördæmaviku á Suðurlandi í síðustu viku. „Viðbrögðin sem ég fékk voru þau að auðvitað ætti þetta að vera á einni hendi,“ segir Silja og vísar þar til hugmynda um að allt sjúkraflug í landinu verði á vegum Landhelgisgæslunnar. Eins og kunnugt er annast Mýflug sjúkraflug á stórum hluta landsins með flugvél sem gerð er út frá Akureyri.Ekki flugvél fyrir kvalinn mann Að sögn Silju ræddi hún sjúkraflugið við konu eina í Öræfasveit. „Maðurinn hennar veiktist hastarlega núna eftir áramótin. Hún hringdi til að biðja um sjúkraflug en það var engin flugvél laus. Hún spurði þá hvort ekki væri hægt að senda þyrlu frá Landhelgisgæslunni en fékk þau svör að það borgaði sig ekki. Hún ætti að keyra á móti sjúkrabíl sem hún gerði með manninn sárkvalinn í aftursætinu. Hann fór síðan í aðgerð á spítala í Reykjavík og er þar enn,“ segir Silja. Í fyrirspurn Silju er spurt hversu oft á árunum 2008 til 2013 sjúkraflugvél Mýflugs hafi ekki verið tiltæk þegar eftir henni var kallað og hversu marga daga í fyrra varaflugvélar Mýflugs hafi verið í útleigu erlendis eða bundnar í öðrum verkefnum. Einnig er spurt um hvenær megi vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt á einni hendi, það er hjá Landhelgisgæslunni. „Þær upplýsingar sem ég hef fengið benda allar í eina átt; að það hljóti að vera hagkvæmara fyrir okkur að hafa sjúkraflugið á einni hendi. Þá finnst mér borðleggjandi að Landhelgisgæslan taki við þessu verkefni vegna þess að hún er með búnað og vel þjálfað starfsfólk,“ segir Silja, sem sjálf hefur lagt til flutning Landhelgisgæslunnar á einn stað; á Suðurnes. „En aðalatriðið er öryggið, og það snertir alla út um allt land. Er þessi þjónusta eins góð og við viljum að hún sé og við höldum að hún sé?“ spyr Silja sem bíður nú svara heilbrigðisráðherra. „Þegar komið er svar sjáum við hvort við búum við toppöryggi eða ekki. Eða eru fleiri en þessi kona að lenda í því að vélar eru ekki tiltækar þegar á þarf að halda?“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira