Nær helmingur barnaverndarmála vegna barna einstæðra mæðra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2014 08:00 Einstæðar mæður þurfa að vinna mikið og standa oft einar að uppeldi barna sinna og eiga í mörgum tilfellum erfitt með að styðja barnið sitt eins vel og þær myndu vilja segir félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra. Nordic Photos/Getty Nær helmingur barna, sem eru til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins árið 2012, er alinn upp hjá einstæðum mæðrum og um 38 prósent umsókna á meðferðarheimili, á Stuðla eða í fjölskyldumeðferð eru fyrir börn einstæðra mæðra. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar alast 21,6 prósent barna á Íslandi upp hjá einstæðum mæðrum. „Það er því umhugsunarvert að sjá hversu hátt hlutfall barna einstæðra mæðra hefur komið til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins,“ segir Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, en hann vann tölurnar upp úr ársskýrslu stofnunarinnar. „En við höfum séð þetta í gegnum árin og þetta staðfestir þá fátæktargildru sem einstæðir foreldrar virðast vera í.“Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að skoða þurfi hvernig hægt sé að styðja betur við einstæðar mæður. Vísir/Anton BrinkPáll segir að skoða þurfi nánar hvernig hægt sé að styðja einstæðar mæður betur. Einnig hvernig megi styðja betur við börn af erlendum uppruna en í tilraunaverkefni um þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi kom í ljós að rúm þrjátíu prósent barnanna voru af erlendu bergi brotin. „Börn af erlendum uppruna eru 16,6 prósent barna á Íslandi en þau eru eingöngu 12,9 prósent mála hjá barnaverndarnefndum. Það segir okkur að við fáum ekki nægilega margar tilkynningar. En svo þegar við rannsökuðum heimilisofbeldið, sem er ekki háð tilkynningum, var hlutfallið mun hærra. Þarna er misræmi og við þurfum að skoða það,“ segir Páll.Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir að þótt margir einstæðir foreldrar hafi það fínt, séu í góðri vinnu og stöðu í samfélaginu sé hópurinn sem berst í bökkum alltof stór. „Þessar mæður þurfa mun meiri stuðning. Þær eru í láglaunastarfi, vinna mikið, margar hverjar eru í leiguhúsnæði og hrekjast á milli íbúða. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á börnunum sem hafa oft miklar áhyggjur. Einnig geta stöðugir flutningar og rótleysi haft sitt að segja.“ Mismunandi aðstæðurOktavía segir það muna miklu ef mæðurnar fá stuðning frá barnsföður sínum og stórfjölskyldu. „Einstæðar mæður sem þurfa að vinna mikið hafa ef til vill ekki tíma til að veita barninu þann stuðning sem þær myndu gjarnan vilja. Það munar öllu ef faðirinn tekur jafna ábyrgð á uppeldinu og ef stórfjölskyldan getur veitt stuðning. En það eru ekki allar mæður svo heppnar að búa að því og æskilegast væri í slíkum aðstæðum að geta þá boðið upp á stuðningsfjölskyldur,“ segir Oktavía. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Nær helmingur barna, sem eru til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins árið 2012, er alinn upp hjá einstæðum mæðrum og um 38 prósent umsókna á meðferðarheimili, á Stuðla eða í fjölskyldumeðferð eru fyrir börn einstæðra mæðra. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar alast 21,6 prósent barna á Íslandi upp hjá einstæðum mæðrum. „Það er því umhugsunarvert að sjá hversu hátt hlutfall barna einstæðra mæðra hefur komið til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins,“ segir Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, en hann vann tölurnar upp úr ársskýrslu stofnunarinnar. „En við höfum séð þetta í gegnum árin og þetta staðfestir þá fátæktargildru sem einstæðir foreldrar virðast vera í.“Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að skoða þurfi hvernig hægt sé að styðja betur við einstæðar mæður. Vísir/Anton BrinkPáll segir að skoða þurfi nánar hvernig hægt sé að styðja einstæðar mæður betur. Einnig hvernig megi styðja betur við börn af erlendum uppruna en í tilraunaverkefni um þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi kom í ljós að rúm þrjátíu prósent barnanna voru af erlendu bergi brotin. „Börn af erlendum uppruna eru 16,6 prósent barna á Íslandi en þau eru eingöngu 12,9 prósent mála hjá barnaverndarnefndum. Það segir okkur að við fáum ekki nægilega margar tilkynningar. En svo þegar við rannsökuðum heimilisofbeldið, sem er ekki háð tilkynningum, var hlutfallið mun hærra. Þarna er misræmi og við þurfum að skoða það,“ segir Páll.Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir að þótt margir einstæðir foreldrar hafi það fínt, séu í góðri vinnu og stöðu í samfélaginu sé hópurinn sem berst í bökkum alltof stór. „Þessar mæður þurfa mun meiri stuðning. Þær eru í láglaunastarfi, vinna mikið, margar hverjar eru í leiguhúsnæði og hrekjast á milli íbúða. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á börnunum sem hafa oft miklar áhyggjur. Einnig geta stöðugir flutningar og rótleysi haft sitt að segja.“ Mismunandi aðstæðurOktavía segir það muna miklu ef mæðurnar fá stuðning frá barnsföður sínum og stórfjölskyldu. „Einstæðar mæður sem þurfa að vinna mikið hafa ef til vill ekki tíma til að veita barninu þann stuðning sem þær myndu gjarnan vilja. Það munar öllu ef faðirinn tekur jafna ábyrgð á uppeldinu og ef stórfjölskyldan getur veitt stuðning. En það eru ekki allar mæður svo heppnar að búa að því og æskilegast væri í slíkum aðstæðum að geta þá boðið upp á stuðningsfjölskyldur,“ segir Oktavía.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira