Nær helmingur barnaverndarmála vegna barna einstæðra mæðra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2014 08:00 Einstæðar mæður þurfa að vinna mikið og standa oft einar að uppeldi barna sinna og eiga í mörgum tilfellum erfitt með að styðja barnið sitt eins vel og þær myndu vilja segir félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra. Nordic Photos/Getty Nær helmingur barna, sem eru til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins árið 2012, er alinn upp hjá einstæðum mæðrum og um 38 prósent umsókna á meðferðarheimili, á Stuðla eða í fjölskyldumeðferð eru fyrir börn einstæðra mæðra. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar alast 21,6 prósent barna á Íslandi upp hjá einstæðum mæðrum. „Það er því umhugsunarvert að sjá hversu hátt hlutfall barna einstæðra mæðra hefur komið til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins,“ segir Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, en hann vann tölurnar upp úr ársskýrslu stofnunarinnar. „En við höfum séð þetta í gegnum árin og þetta staðfestir þá fátæktargildru sem einstæðir foreldrar virðast vera í.“Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að skoða þurfi hvernig hægt sé að styðja betur við einstæðar mæður. Vísir/Anton BrinkPáll segir að skoða þurfi nánar hvernig hægt sé að styðja einstæðar mæður betur. Einnig hvernig megi styðja betur við börn af erlendum uppruna en í tilraunaverkefni um þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi kom í ljós að rúm þrjátíu prósent barnanna voru af erlendu bergi brotin. „Börn af erlendum uppruna eru 16,6 prósent barna á Íslandi en þau eru eingöngu 12,9 prósent mála hjá barnaverndarnefndum. Það segir okkur að við fáum ekki nægilega margar tilkynningar. En svo þegar við rannsökuðum heimilisofbeldið, sem er ekki háð tilkynningum, var hlutfallið mun hærra. Þarna er misræmi og við þurfum að skoða það,“ segir Páll.Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir að þótt margir einstæðir foreldrar hafi það fínt, séu í góðri vinnu og stöðu í samfélaginu sé hópurinn sem berst í bökkum alltof stór. „Þessar mæður þurfa mun meiri stuðning. Þær eru í láglaunastarfi, vinna mikið, margar hverjar eru í leiguhúsnæði og hrekjast á milli íbúða. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á börnunum sem hafa oft miklar áhyggjur. Einnig geta stöðugir flutningar og rótleysi haft sitt að segja.“ Mismunandi aðstæðurOktavía segir það muna miklu ef mæðurnar fá stuðning frá barnsföður sínum og stórfjölskyldu. „Einstæðar mæður sem þurfa að vinna mikið hafa ef til vill ekki tíma til að veita barninu þann stuðning sem þær myndu gjarnan vilja. Það munar öllu ef faðirinn tekur jafna ábyrgð á uppeldinu og ef stórfjölskyldan getur veitt stuðning. En það eru ekki allar mæður svo heppnar að búa að því og æskilegast væri í slíkum aðstæðum að geta þá boðið upp á stuðningsfjölskyldur,“ segir Oktavía. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Nær helmingur barna, sem eru til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins árið 2012, er alinn upp hjá einstæðum mæðrum og um 38 prósent umsókna á meðferðarheimili, á Stuðla eða í fjölskyldumeðferð eru fyrir börn einstæðra mæðra. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar alast 21,6 prósent barna á Íslandi upp hjá einstæðum mæðrum. „Það er því umhugsunarvert að sjá hversu hátt hlutfall barna einstæðra mæðra hefur komið til skoðunar hjá barnaverndarnefndum landsins,“ segir Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, en hann vann tölurnar upp úr ársskýrslu stofnunarinnar. „En við höfum séð þetta í gegnum árin og þetta staðfestir þá fátæktargildru sem einstæðir foreldrar virðast vera í.“Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir að skoða þurfi hvernig hægt sé að styðja betur við einstæðar mæður. Vísir/Anton BrinkPáll segir að skoða þurfi nánar hvernig hægt sé að styðja einstæðar mæður betur. Einnig hvernig megi styðja betur við börn af erlendum uppruna en í tilraunaverkefni um þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi kom í ljós að rúm þrjátíu prósent barnanna voru af erlendu bergi brotin. „Börn af erlendum uppruna eru 16,6 prósent barna á Íslandi en þau eru eingöngu 12,9 prósent mála hjá barnaverndarnefndum. Það segir okkur að við fáum ekki nægilega margar tilkynningar. En svo þegar við rannsökuðum heimilisofbeldið, sem er ekki háð tilkynningum, var hlutfallið mun hærra. Þarna er misræmi og við þurfum að skoða það,“ segir Páll.Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir að þótt margir einstæðir foreldrar hafi það fínt, séu í góðri vinnu og stöðu í samfélaginu sé hópurinn sem berst í bökkum alltof stór. „Þessar mæður þurfa mun meiri stuðning. Þær eru í láglaunastarfi, vinna mikið, margar hverjar eru í leiguhúsnæði og hrekjast á milli íbúða. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á börnunum sem hafa oft miklar áhyggjur. Einnig geta stöðugir flutningar og rótleysi haft sitt að segja.“ Mismunandi aðstæðurOktavía segir það muna miklu ef mæðurnar fá stuðning frá barnsföður sínum og stórfjölskyldu. „Einstæðar mæður sem þurfa að vinna mikið hafa ef til vill ekki tíma til að veita barninu þann stuðning sem þær myndu gjarnan vilja. Það munar öllu ef faðirinn tekur jafna ábyrgð á uppeldinu og ef stórfjölskyldan getur veitt stuðning. En það eru ekki allar mæður svo heppnar að búa að því og æskilegast væri í slíkum aðstæðum að geta þá boðið upp á stuðningsfjölskyldur,“ segir Oktavía.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira