Segir Ísland augljósan kost fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 „Reynslan af fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sýnir að Ísland er augljós kostur fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð fyrir hafsvæðið á milli Íslands og Grænlands og langt norður eftir. Innviðirnir eru til staðar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, en hann hélt erindi um öryggismál á norðurslóðum á Arctic Frontiers ráðstefnunni sem stendur yfir í Tromsö í Noregi. Uppbygging björgunarmiðstöðvar segir hann alltaf vera langtímaverkefni, en leitar- og björgunarsvæði Íslands er um 1,8 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er unnið að undirbúningi alþjóðlegrar leitar- og björgunarmiðstöðvar á Íslandi. Málið verður sérstaklega rætt í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda á Íslandi.Fjölþættur styrkur Íslands Ásgrímur segir styrk Íslands liggja í alþjóðaflugvelli og að stutt sé þaðan í stóra spítala. Eins sé auðvelt að hýsa fjölda fólks í Reykjavík og í Reykjanesbæ svo ekki sé talað um aðstöðuna á gamla varnarsvæðinu.„Það er freistandi að stefna að uppbyggingu björgunarmiðstöðvar með það í huga að þörfin fyrir slíka miðstöð er raunveruleg þegar til framtíðar er litið. Menn hafa mest hugsað um tækjakostinn í þessu samhengi; björgunarskipin og flugvélarnar, en minna rætt um hvert á að fara með þá sem komast af þegar slys, til dæmis á farþegaskipi, verða. Einhvers staðar þarf að hýsa björgunarfólkið sem kæmi að stórri aðgerð og miðstöð þarf að vera til staðar til að flugvélar og skip geti tekið eldsneyti, eins þarf aðstöðu til að geyma búnað sem er nauðsynlegur,“ segir Ásgrímur en hann ræddi sérstaklega í erindi sínu um siglingar farþegaskipa til Íslands, Grænlands og víðar á norðurslóðum. Hann segir að innviðir til björgunarstarfs séu einfaldlega ekki til staðar á Grænlandi lendi skip í alvarlegum erfiðleikum. Slíkt verði að hafa hugfast í ljósi þess að siglingar farþegaskipa eru nokkuð algengar við Grænland, þótt enn þá séu það frekar minni skipin en þau stærri sem þangað sækja. Ásgrímur vísar til reynslunnar af stórum fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sem haldnar voru við Grænland árið 2012 og í fyrra; undir heitinu SAREX Greenland Sea. Æfingin 2013 fór fram norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur, og haldin á grunni samkomulags norðurskautsríkjanna um öryggi á norðurslóðum en tilgangur hennar var að þjálfa leitar- og björgunaraðila þjóðanna átta sem liggja að norðurheimskautinu í að bregðast við áföllum sem verða á afskekktum svæðum norðurheimskautsins. Í fyrra voru æfð viðbrögð þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum á afskekktri austurströnd Grænlands. Auk Íslands sendu Grænland, Færeyjar, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin menn og búnað.Ísland besti kosturinn Spurður hvort ekki sé lítið hægt að gera ef skemmtiferðaskip lendir í áföllum við Grænland svarar Ásgrímur að allt taki miklu lengri tíma en á öðrum svæðum þar sem styttra er til þeirra sem veita aðstoðina.„Viðbragðstíminn er langur á meðan aðstæðurnar bjóða ekki upp á það að hægt sé bíða lengi eftir aðstoð,“ segir Ásgrímur. Hann bætir við að ef farþegaskipi hlekkist á við Grænland, eða við Ísland, þá séu í raun allir kallaðir út sem vettlingi geta valdið – stærð verkefnisins sé slík.„Þó að norðurskautsþjóðirnar hafi einar komið að æfingum á svæðinu þá segir það ekkert um viðbrögðin ef slíkur hörmungarviðburður ætti sér stað. Þá yrði leitað víðar – í raun til allra sem gætu á einhvern hátt veitt aðstoð af einhverju tagi.“ Ásgrímur segir að ekkert sé í spilunum sem bendi til þess að uppbygging innviða á austurströnd Grænlands geti tekið yfir hlutverk Íslands fyrir miðstöð leitar- og björgunarverkefna á hafsvæðinu á milli landanna. „Ísland verður lengi besti kosturinn hvað þetta varðar.“Aukin umferð farþegaskipa eykur hættuna Siglingar farþegaskipa um hið erfiða hafsvæði á norðurslóðum verða algengari með hverju árinu sem líður. Á ráðstefnunni í Tromsö hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af þessari þróun, og málsmetandi menn hafa viðrað þá skoðun sína á ráðstefnunni í Tromsö að það sé í raun umdeilanlegt að markaðssetja norðurslóðir sem tækifæri til farþegasiglinga eins og núna er gert. Hætturnar séu einfaldlega svo miklar, og líkur á stórslysi eftir því. Ásgrímur bendir á að komur skemmtiferðaskipa yfir árið til Íslands séu rúmlega hundrað og þau sigli oft frá höfn á Íslandi til Svalbarða og Grænlands.„En mestallan tímann eru þau innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og á okkar ábyrgð. Það er alltaf þessi hætta, að skipin sigli á ísjaka, og alltaf er hættan á því að eldur komi upp í skipum, hér sem annars staðar. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að útvega allar björgunareiningarnar og því myndum við leita til alþjóðasamfélagsins. En í svona tilfellum myndum við stjórna aðgerðum. Ef svona verkefni kemur upp þurfum við að koma fólki í land, og oft á spítala. Bæði heima og kannski erlendis, því það er ekki gefið að íslenska heilbrigðiskerfið gæti ráðið við það ef margir eru brenndir eða illa slasaðir,“ segir Ásgrímur og bætir við að huga þurfi að því hvernig fólk sem er í alvarlegu áfalli er stutt og hvernig best sé að haga málum til að koma fólki sem fyrst til síns heima eftir alvarlegt áfall. Ásgrímur segir einnig að hafa beri hugfast í umræðu um stórslys á sjó að þetta er ekki nýtt af nálinni. „Í gegnum aldirnar, og sérstaklega síðustu öld eftir Titanic-slysið, tók alþjóðasamfélagið á málinu og ýmsar samþykktir og lög hafa verið sett um hvernig standa eigi að leit og björgun á hafinu. Sjófarendur bera ábyrgð samkvæmt alþjóðalögum á að koma að aðstoð ef á þarf að halda.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Reynslan af fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sýnir að Ísland er augljós kostur fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð fyrir hafsvæðið á milli Íslands og Grænlands og langt norður eftir. Innviðirnir eru til staðar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, en hann hélt erindi um öryggismál á norðurslóðum á Arctic Frontiers ráðstefnunni sem stendur yfir í Tromsö í Noregi. Uppbygging björgunarmiðstöðvar segir hann alltaf vera langtímaverkefni, en leitar- og björgunarsvæði Íslands er um 1,8 milljónir ferkílómetra að flatarmáli. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er unnið að undirbúningi alþjóðlegrar leitar- og björgunarmiðstöðvar á Íslandi. Málið verður sérstaklega rætt í febrúar þegar varnar- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda á Íslandi.Fjölþættur styrkur Íslands Ásgrímur segir styrk Íslands liggja í alþjóðaflugvelli og að stutt sé þaðan í stóra spítala. Eins sé auðvelt að hýsa fjölda fólks í Reykjavík og í Reykjanesbæ svo ekki sé talað um aðstöðuna á gamla varnarsvæðinu.„Það er freistandi að stefna að uppbyggingu björgunarmiðstöðvar með það í huga að þörfin fyrir slíka miðstöð er raunveruleg þegar til framtíðar er litið. Menn hafa mest hugsað um tækjakostinn í þessu samhengi; björgunarskipin og flugvélarnar, en minna rætt um hvert á að fara með þá sem komast af þegar slys, til dæmis á farþegaskipi, verða. Einhvers staðar þarf að hýsa björgunarfólkið sem kæmi að stórri aðgerð og miðstöð þarf að vera til staðar til að flugvélar og skip geti tekið eldsneyti, eins þarf aðstöðu til að geyma búnað sem er nauðsynlegur,“ segir Ásgrímur en hann ræddi sérstaklega í erindi sínu um siglingar farþegaskipa til Íslands, Grænlands og víðar á norðurslóðum. Hann segir að innviðir til björgunarstarfs séu einfaldlega ekki til staðar á Grænlandi lendi skip í alvarlegum erfiðleikum. Slíkt verði að hafa hugfast í ljósi þess að siglingar farþegaskipa eru nokkuð algengar við Grænland, þótt enn þá séu það frekar minni skipin en þau stærri sem þangað sækja. Ásgrímur vísar til reynslunnar af stórum fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sem haldnar voru við Grænland árið 2012 og í fyrra; undir heitinu SAREX Greenland Sea. Æfingin 2013 fór fram norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur, og haldin á grunni samkomulags norðurskautsríkjanna um öryggi á norðurslóðum en tilgangur hennar var að þjálfa leitar- og björgunaraðila þjóðanna átta sem liggja að norðurheimskautinu í að bregðast við áföllum sem verða á afskekktum svæðum norðurheimskautsins. Í fyrra voru æfð viðbrögð þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum á afskekktri austurströnd Grænlands. Auk Íslands sendu Grænland, Færeyjar, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin menn og búnað.Ísland besti kosturinn Spurður hvort ekki sé lítið hægt að gera ef skemmtiferðaskip lendir í áföllum við Grænland svarar Ásgrímur að allt taki miklu lengri tíma en á öðrum svæðum þar sem styttra er til þeirra sem veita aðstoðina.„Viðbragðstíminn er langur á meðan aðstæðurnar bjóða ekki upp á það að hægt sé bíða lengi eftir aðstoð,“ segir Ásgrímur. Hann bætir við að ef farþegaskipi hlekkist á við Grænland, eða við Ísland, þá séu í raun allir kallaðir út sem vettlingi geta valdið – stærð verkefnisins sé slík.„Þó að norðurskautsþjóðirnar hafi einar komið að æfingum á svæðinu þá segir það ekkert um viðbrögðin ef slíkur hörmungarviðburður ætti sér stað. Þá yrði leitað víðar – í raun til allra sem gætu á einhvern hátt veitt aðstoð af einhverju tagi.“ Ásgrímur segir að ekkert sé í spilunum sem bendi til þess að uppbygging innviða á austurströnd Grænlands geti tekið yfir hlutverk Íslands fyrir miðstöð leitar- og björgunarverkefna á hafsvæðinu á milli landanna. „Ísland verður lengi besti kosturinn hvað þetta varðar.“Aukin umferð farþegaskipa eykur hættuna Siglingar farþegaskipa um hið erfiða hafsvæði á norðurslóðum verða algengari með hverju árinu sem líður. Á ráðstefnunni í Tromsö hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af þessari þróun, og málsmetandi menn hafa viðrað þá skoðun sína á ráðstefnunni í Tromsö að það sé í raun umdeilanlegt að markaðssetja norðurslóðir sem tækifæri til farþegasiglinga eins og núna er gert. Hætturnar séu einfaldlega svo miklar, og líkur á stórslysi eftir því. Ásgrímur bendir á að komur skemmtiferðaskipa yfir árið til Íslands séu rúmlega hundrað og þau sigli oft frá höfn á Íslandi til Svalbarða og Grænlands.„En mestallan tímann eru þau innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og á okkar ábyrgð. Það er alltaf þessi hætta, að skipin sigli á ísjaka, og alltaf er hættan á því að eldur komi upp í skipum, hér sem annars staðar. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að útvega allar björgunareiningarnar og því myndum við leita til alþjóðasamfélagsins. En í svona tilfellum myndum við stjórna aðgerðum. Ef svona verkefni kemur upp þurfum við að koma fólki í land, og oft á spítala. Bæði heima og kannski erlendis, því það er ekki gefið að íslenska heilbrigðiskerfið gæti ráðið við það ef margir eru brenndir eða illa slasaðir,“ segir Ásgrímur og bætir við að huga þurfi að því hvernig fólk sem er í alvarlegu áfalli er stutt og hvernig best sé að haga málum til að koma fólki sem fyrst til síns heima eftir alvarlegt áfall. Ásgrímur segir einnig að hafa beri hugfast í umræðu um stórslys á sjó að þetta er ekki nýtt af nálinni. „Í gegnum aldirnar, og sérstaklega síðustu öld eftir Titanic-slysið, tók alþjóðasamfélagið á málinu og ýmsar samþykktir og lög hafa verið sett um hvernig standa eigi að leit og björgun á hafinu. Sjófarendur bera ábyrgð samkvæmt alþjóðalögum á að koma að aðstoð ef á þarf að halda.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira